top of page

HL - STÖÐIN

HL stöðin var stofnuð í Reykjavík 1989. Að stofnun hennar stóðu Landssamtök hjartasjúklinga, Samband Íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd. Stjórn HL stöðvarinnar er skipuð fulltrúum stofnfélaganna.

Stöðin er rekin sem sjálfseignarstofnun fær rekstrarfé frá ríkinu og einnig greiða þátttakendur æfingagjöld.

 

Við stöðina starfa nú 15 sjúkraþjálfarar, 5 læknar auk ritara, allir í hlutastöðum.Þátttakendur eru um 400 og er þeim skipt niður í 20 hópa. Hjá okkur fer öll þjálfun og fræðsla fram undir eftirliti lækna og sjúkraþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á.

Markmið

Markmið HL stöðvarinnar í Reykjavík er að veita hjarta - og lungnasjuklingum endurhæfingu í beinu framhaldi af sjúkrahúsvist og/eða framhaldsendurhæfingu þar sem þátttakendum gefst kostur á viðhaldsþjálfun í samræmi við getu sína.

Ráðgjafar- og uppýsingaþjónustu um hjarta og lungnasjúkdóma, svo og lifnaðarhætti, mataræði, réttindi sjúklinga o.fl.

Fyrir hverja er HL stöðin?

Þá sem gengist hafa undir hjarta-eða kransæðaaðgerðir. Þá sem fengið hafa hjartaáfall, eru með kransæðaþrengsli eða áhættuþætti hjartasjúkdóma. Þá sem eru með langvinna lungnasjúkdóma eða eftir lungnaaðgerðir. Beiðni um þjálfun á HL stöðinni

bottom of page