top of page

LÖG LS

Dómari, táknmynd fyrir lög félagsins

1. gr. Nafn og heimili.

 

Samtökin heita Lungnasamtökin og starfa samkvæmt lögum um almannaheill 2021 nr.110 25. júní. Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr. Markmið.

 

Markmið samtakanna er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga. Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því m.a:

-að halda uppi öflugu félagsstarfi til þess að efla kynni félagsmanna og aðstandenda þeirra,

-að stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra,

-að efla forvarnarstarf hvers konar, sem haft getur áhrif á útbreiðslu lungnasjúkdóma í landinu,

-að vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun fyrir lungnasjúklinga, sérstaklega að því er varðar réttindi þeirra og velferð.
-að styrkja meðferðastofnanir með tækjakaupum sem stuðla að bættri meðferð lungnasjúklinga.

 

3. Tekjur og ráðstöfun fjármagns.

 

Tekjur félagsins eru af félagsgjöldum, gjöfum, styrkjum og öðrum tilfallandi tekjum.

Ráðstöfun fjármagns skal vera í samræmi við markmið félagsins.

 

4. gr. Aðild.

 

Félagar geta verið lungnasjúklingar og velunnarar þeirra, sem vilja vinna að markmiðum samtakanna skv. 2. gr. og greiða árlegt félagsgjald. Umsóknir um aðild skal send stjórn samtakanna.

Kjósa má heiðursfélaga hvort sem er á félagsfundi eða á aðalfundi. Tillögu um kosningu heiðursfélaga skal getið í fundarboði og þarf að hljóta samþykki 2/3 hluta atkvæða á fundinum. Heiðursfélagi er kjörinn ævilangt og greiðir engin gjöld til félagsins.

 

5. gr. Félagsgjöld.

 

Allir félagsmenn nema heiðursfélagar skulu greiða árgjald til samtakanna sem ákveðið er á aðalfundi ár hvert. Makar félagsmanna eru undanþegnir félagsgjaldi. Stjórn samtakanna er heimilt að fella niður félagsgjöld hjá félagsmanni, þegar sérstakar ástæður mæla með því.

Hafi félagsmaður hvorki greitt árgjald sitt né starfað í félaginu í 3 ár, er stjórn heimilt að taka hann út af félagaskrá.

 

6. gr. Aðalfundur.

 

Aðalfundur fer með æðsta vald samtakanna og skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert, sé þess nokkur kostur.

Skal hann auglýstur tryggilega  með fjöldapósti, á heimasíðu samtakanna og á Facebook síðu þeirra með a.m.k. 14. daga fyrirvara.

Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir skuldlausir félagar.

Aðalfundur fer með æðsta vald í öllum málefnum samtakanna. Á fundinum skulu tekin fyrir eftirfarandi mál

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.

  2.  Skoðaðir reikningar fyrir liðið ár lagðir fram til samþykktar sbr. 9. gr.

  3. Ákvörðun árgjalda.

  4. Lagabreytingar, sbr. 10. gr.

  5. Stjórnarkjör, sbr. 7. gr.

  6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.

  7. Önnur mál.

 

 

7. gr. Stjórn.

 

Stjórn samtakanna skal skipuð 5 félagsmönnum og tveimur til vara. Stjórnin skal kosin á aðalfundi. Formaður er kosinn til eins árs í senn. Meðstjórnendur er kosnir tveir og tveir í einu á víxl til tveggja ára í senn, og varamenn einn og einn á víxl til tveggja ára senn. Stjórn skipar með sér verkum og skal varaformaður, gjaldkeri og ritari valdir sérstaklega og skal það fært til bókar á fyrsta fundi stjórnar eftir kjör. Varformaður er staðgengill formanns í fjarveru hans. Varamenn skulu ætið boðaðir á stjórnarfundi.  Einfaldur meirihluti atkvæða ræður niðurstöðu við stjórnarkjör. Hljóti tveir eða fleiri frambjóðendur jafnmörg atkvæði, skal hlutkesti ráða.

Stjórnin ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi samtakanna á milli aðalfunda. Hún getur ráðið starfsmann til félagsins, ef þurfa þykir. Stjórnin ein getur skuldbundið samtökin gagnvart öðrum aðilum og þarf undirskrift meirihluta stjórnar til þess. Allar meiriháttar ákvarðanir, sem varða fjármál samtakanna eða sjóði á þeirra vegum, skal bera undir félagsfund og skal hann auglýstur tryggilega með minnst 14 daga fyrirvara.

 

8. gr. Félagsfundir.

 

Félagsfundi skal að jafnaði halda einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Skylt er að halda félagsfund, þegar a.m.k. 20% félagsmanna óska þess skriflega og geta fundarefnis. Skal þá haldinn félagsfundur innan tveggja vikna frá því að krafa um það barst stjórninni.

  

9. gr. Ársreikningur.

 

Fjárhagsár samtakanna er almannaksárið. Uppgjör og skoðaður ársreikningur, skal liggja frammi á skrifstofu samtakanna a.m.k. viku fyrir aðalfund.

 

10. gr. Lagabreytingar.

 

Lögum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess samþykki 3/4 hluta fundarmanna. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn samtakanna fyrir 1. mars ár hvert og skal þeirra þá sérstaklega getið í aðalfundarboði.

 

11. gr. Félagsslit.

 

Samtökunum verður aðeins slitið á löglega boðuðum aðalfundi. Tillögu um slit skal koma til stjórnar samtakanna fyrir 1. mars. Tillagan telst því aðeins samþykkt, að 3/4 hlutar fullgildra félagsmanna séu á aðalfundinum og 3/4 þeirra greiði tillögunni atkvæði sitt. Ef ekki eru nægilega margir félagsmenn á fundinum, skal boða til aukaaðalfundar innan mánaðar. Við boðun þess fundar skal þess sérstaklega getið, að fyrir fundinum liggi tillaga um félagsslit. Á aukaaðalfundi þarf tillagan stuðning 3/4 hluta atkvæðisbærra fundarmanna til þess að hljóta samþykki.

Verði samtökunum slitið, skulu eignir þeirra renna til SÍBS.

 

Lög þessi voru síðast samþykkt á aðalfundi Lungnasamtakanna, Reykjavík 8. maí 2023.

bottom of page