Félagsfundur 3. apríl kl. 16

Félagsfundur 3. apríl kl. 16

Við minnum á næsta félagsfund sem verður mánudaginn 3. apríl n.k.

Þetta verður síðasti stóri fundurinn í vetrarstarfinu okkar að þessu sinni.

Við ætlum að bjóða upp á grillaða hamborgara og meðlæti frá Búllunni og svo verðum við með pallborðsumræður um vetrarstarfið sem er að líða undir lok og um það hvað félagsmenn okkar vilja sjá í vetrarstarfinu næsta vetur.

Við ætlum líka að kynna fyrir ykkur máliþing sem verður haldið í maí um stöðu súrefnisþega á Íslandi.

 

Félagið okkar verður 20 ára 20. maí n.k. og viljum við fá að heyra hugmyndir frá félagsmönnum um það hvað þeir vilja sjá félagið gera í tilefni þess.

Fundurinn er eins og alltaf haldin í húsi SÍBS í Síðumúla 6.

Veitingar eru fríar 
Lyfta í húsinu.

Við opnum húsið kl 16:00 og byrjum á því að fá okkur eitthvað gott að borða og spjalla.

Um kl 17:00 byrjum við svo pallborðsumræðurnar.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Stjórnin.

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Skrifstofan okkar er opin samkvæmt samkomulagi, hafið samband í tölvupósti eða síma.

 

 

SAMTÖK LUNGNASJÚKLINGA

Síðumúli 6

2. hæð 

108 Reykjavík 

Kennitala: 670697-2079

Lyfta í húsinu​.

HAFA SAMBAND

            560-4812

 

Við svörum í símann alla daga

             

              lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon