Vegna stöðu Covid smita í samfélaginu hefur stjórn Samtaka lungnasjúklinga neyðst til að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa aðalfundi sem halda átti mánudaginn 15. nóvember 2021.
Við vonum að þessari ákvörðun verði vel tekið og félagsmenni sýni henni skilning.
Úr því sem komið er teljum við að farsælast sé að sameina aðalfund félagsins fyrir árið 2021 aðalfundi 2022 og að núverandi stjórn fái að sitja áfram fram að því.
Skýrslu stjórnar og ársreikning geta félagsmenn fengið að sjá á skrifstofu félagsins í Borgartúni 28a.
Commentaires