top of page

Gunnhildur Hlöðversdóttir látin


Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Lungnasamtakanna lést á Landspítalanum 11. janúar eftir snarpa en erfiða baráttu við krabbamein.

Gunnhildur var stjórnarmaður í Lungnasamtökunum til margra ára og varaformaður undanfarin ár. Hún sat í málefnahópi um húsnæðismál hjá ÖBÍ, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir SÍBS, meðal annars með setu í stjórn Múlabæjar og Hlíðabæjar og í fulltrúaráði HL-stöðvarinnar í Reykjavík.

Gunnhildur vann ötullega fyrir Lungnasamtökin, var reglulega með viðveru á skrifstofunni og var með símann opinn allan sólahringinn, tilbúin að þjóna félagsmönnum með hvaðeina. Hún var ein af þeim sem sagði aldrei nei og þótti sumum nóg um, en þetta reddaðist einatt að lokum.

Ég hitti Gunnhildi daginn áður en hún skildi við og tók með nokkur eintök af Lungu, blaði samtakanna, sem er nýkomið út en hún var að sjálfsögðu á fullu að dreifa upplýsingum um félagið á sjúkrabeðinum. Við ræddum aðeins um líðan hennar en hún var þó mun uppteknari af því hvernig við gætum leyst eitt og annað sem við áttum eftir að koma í framkvæmd, sem henni myndi ekki auðnast að taka þátt í að leysa.

Við sem eftir sitjum munum þurfa að hafa okkur öll við til að fylla í hennar skarð en ég treysti því að nýir aðilar stígi fram og taki þátt í að raungera hugðarefni hennar í verki.

Við í stjórn Lungnasamtakanna  sem og félagar hennar í samtökunum höfum misst góðan og eljusaman vin. Við munum minnast hennar með söknuði.

 

Andrjes Guðmundsson

237 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page