Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur fræðir okkur um um kynlífið og mikilvægi þess.
Mánudaginn 6. janúar kl. 16:00
Tilvitnun af vef Áslaugar: „Við erum orðin meðvituð um að reyna að fá sem mest útúr lífinu. Njóta þess til fulls. Ég fagna þessu viðhorfi og líki því að fara í kynlífsráðgjöf við mannrækt eða heilsurækt. Við vitum öll að við eigum að borða vel, sofa nóg og hreyfa okkur til að auka hamingju og lífsgæði okkar. Við vitum líka að betra er að fyrirbyggja en reyna laga eftir á. Sambönd reyna á og stórt hlutfall þeirra enda í skilnaði. Það er því einlæg skoðun mín að allir sem vilja vera í langtímasambandi hafa gott af því að læra árangursríkar leiðir til að gera sambönd auðveldari og þar af leiðandi skemmtilegri. Rannsóknir hafa líka sýnt að til að auka heilbrigði og stuðla að lengra og betra lífi þá skiptir máli hvernig samband okkar er við maka. Fólk sem er í hamingjusömu sambandi lifir lengur, hefur sterkara ónæmiskerfi og er því betur varið fyrir ýmsum sjúkdómum. Einnig hefur verið sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af kynlífi fyrir bæði konur og karla“.
Áslaug Kristjánsdóttir Hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í kynjafræði. Frekar upplýsingar má finna á vefsíðu hennar https://aslaugkristjans.is/
Comments