top of page
Search

Málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu 20. apríl

Málefnahópur Öryrkjabandalagsins um heilbrigðismál boðar til rafræns málþings 20. apríl n.k. um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Öllum er velkomið að taka þátt en vegna núverandi samkomutakmarkana verður það eingöngu mögulegt á Zoom

Hlekkur til að taka þátt er hér.

Öll þurfum við á sálrænum stuðningi að halda á lífsleiðinni. Vandi sem við vinnum ekki úr getur auðveldlega versnað svo að erfitt er að snúa við. Sjaldan hafa fleiri þurft á aðstoð að halda en á þessum krefjandi tímum, en meðferð er dýr og hefur ekki verið niðurgreidd.

Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál, meðal annars með fjölgun sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, en biðlistar eru langir. Um áramótin tóku gildi lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem hafa ekki enn komið til framkvæmdar. Er ekki tími til kominn? Eftir hverju er verið að bíða?


Á meðan fundinum stendur verður hægt að leggja fram spurningar á Slido.

Dagskrá fundarins og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Öryrkjabandalagsins hér


57 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page