top of page

Vísindasjóður styrkir

Styrkur úr Vísindasjóði Lungnasamtakanna 2024 var afhentur mánudaginn 15. Janúar 2025. Þetta er í annað skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum sem fram fór við hátíðlega athöfn í húsnæði Endurhæfingastöðvar hjarta- og lungnasjúklinga (HL-stöðinni) Hátúni 14 í Reykjavík.

Að þessu sinni voru afhentir þrír rannsóknastyrkir:

Guðrún Nína Óskarsdóttir hlaut styrk til að meta árangur endurhæfingar á Reykjalundi eftir lungnakrabbameinsskurðaðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða árangur endurhæfingar í þessum sjúklingahópi. Verkefnir verður BS verkefni Mögnu Guðbrandsdóttur, læknanema.

Karin Kristina Sandberg hlaut styrk til rannsóknar á stöðu einstaklinga sem nota sérhæfða öndunarvélarmeðferð að vistun á hjúkrunarheimili sé heft. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á stöðu þessa skjólstæðingahóps og bera hana saman við aðra einstaklinga sem sækja um vistun á hjúkrunarheimili í þeim tilgangi að leggja mat á hvort um jafnt aðgengi sé að ræða.

Fatima Mandia Labitigan hlaut styrk til að meta þekkingu, færni og viðhorf hjúkrunarfræðinga varðandi innöndunartæki og greina hindranir sem valda því að  fræðsla um innöndunartæki meðal einstaklinga með langvinna lungnateppu og astma er ófullnægjandi.

Vísindasjóður Lungnasamtakanna var stofnaður 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum lungnasjúkdóma, forvörnum og meðferð sem bæta munu lífsgæði lungnasjúklinga. Mikilvægur þáttur í því er að vekja áhuga nemenda á heilbrigðissviði á sérhæfingu á sviði lungnasjúkdóma. Lungnasamtökin vilja jafnframt leitast við að styrkja starfsemi Vísindasjóðs Lungnasamtakanna sem mest þannig að mögulegt verði að styrkja rannsóknir til að uppfylla þau markmið. Við leitum því að styrktaraðilum stórum sem smáum sem leggja vilja sjóðnum lið.


Magna Guðbrandsdóttir, Guðrún Nína Óskarsdóttir, Fatima Mandia Labitigan og Karin Kristina Sandberg
Magna Guðbrandsdóttir, Guðrún Nína Óskarsdóttir, Fatima Mandia Labitigan og Karin Kristina Sandberg


75 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page