Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að gerð hefur verið breyting á reglugerðum um hjálpartæki fyrir vistmenn stofnana. Þessi breyting tryggir að lungnasjúklingar fá að halda ferðasíum sem þeim hefur verið úthlutað er þeir eru vistaðir á heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum eða sambærilegum stofnunum. Hingað til hefur vistmönnum verið skylt að skila öllum hjálpartækjum við innlögn og verið háðir fjárhag og duttlungum einstakra stofnana hvort sambærileg tæki fengjust að nýju með skelfilegum afleiðingum fyrir marga.
Samtök lungnasjúklinga hefur lengi barist fyrir athygli á þessu vandamáli og óskað eftir breytingu á reglugerðinni enda mikið hagsmunamál fyrir okkar skjólstæðinga. Má segja að við höfum ávallt fengið góðar viðtökur og skilningur ríkt bæði hjá SÍ og HRN en nú hefur baráttan loks skilað árangri og okkar skjólstæðingar fá að halda þessum nauðsynlega búnaði.
Við erum þakklát fyrir allt sem vel er gert.
Kveðja stjórnin SLS
Comments