Vorferðinni hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Þeir sem þegar hafa greitt inn á ferðina er bent á að senda mail á lungu@lungu.is með upplýsingum reikningsnúmer og kennitölu þannig að hægt verði að endurgreiða.
Lagt verður upp frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 11:00 stundvíslega og er því gott að mæta tímanlega.
Ekið verður um Hvalfjörðinn, gerð stutt stopp ef svo ber undir, en áð við Hernámssetrið að Hlöðum þar sem okkur veitist tækifæri til að skoða safnið, næra okkur af súpu og brauði, indælu kaffi og súkkulaði á eftir.
Kostnaður á mann er 3.850 krónur. Makar eru að sjálfsögðu velkomnir.
Tilkynna þarf þáttöku með pósti á lungu@lungu.is eða í síma 560-4812 fyrir 25. apríl og greiða inn á reikning 115-26-100067 kt. 670697-2079 um leið og staðfest hefur verið að laust pláss sé til staðar.
Takmarka verður þátttökufjölda og gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.
Tilefnið þess að blásið er til vorferðar er áhugi sem kom fram frá félögum í könnun á fyrsta fundi vetrarins. Ef vel tekst til verður vorferð fastur liður á dagskrá félagsins.
Comentários