top of page

REYKINGALUNGU

Reykingalungu - sjálfshjálp

 

 • Hvað bætir líðanina?

 • Hvaða lyf eru í boði?

 • Er þörf á súrefnismeðferð?
   

 • samskipti við lækni?

 • Er ekki of seint að hætta að reykja?
   

 • Bættur andardráttur?
   

 • Hvernig losna ég við slím?
   

 • Skiptir mataræðið máli?

 • Hvers vegna eru langir göngutúrar mikilvægir?

 • Hvernig er lungunum hlíft við ofreynslu?
   

 • Hvernig er hægt að lifa virku lífi þrátt fyrir reykingalungu?

 • Hvað er til ráða til að stuðla að bættri líðan?
   

 • Getur fjölskyldan hjálpað?

 • Önnur læknismeðhöndlun getur linað einkennin.

 • Minni áhyggjur í andnauð.

 • Bæta andardráttinn til að geta gert það sem viðkomandi er vanur að gera.

 • Nota minni orku við verkin

 • Verja sig gegn sýkingum og því sem ertir öndunarfæri

 •  

 • lyf sem víkka öndunarveginn (bronchodilator).

 • fúkkalyf við lungnasýkingum (antibiotics).

 • slímlosandi lyf.

 • kvíðalyf.

 • verkjalyf.

 •  

Ef þörf krefur getur súrefnismeðhöndlun aukið lífsgæði, bæði líkamlega og andlega. Ef þörf er á súrefni skal ræða við lækninn um kosti og galla hinna ýmsu súrefnisbrúsa. Hjá sölu- eða leiguaðila slíks búnaðar fást upplýsingar um hvaða tilsögn er að fá, einnig um kostnað og neyðarþjónustu.

 • Aukaverkanir lyfja. Fræðist um hvaða aukaverkanir krefjast að samband sé haft við lækni.

 • Fylgstu með breytingum. Lærið hvernig bregðast skal við breytingum,t.d. lærðu að þekkja einkennin ef þér er að versna.

 • Takið lyfin nákvæmlega eftir tilvísun. Samráð skal alltaf haftvið lækni áður en inntöku tilvísaðra lyfja er breytt. Breytið aldrei súrefnisgjöf.

 • spurningar: Ef eitthvað er óljóst skal óska eftir upplýsingum, t.d. spurningar um lyf, mataræði, hreyfingu eða öndunartækni.

 • Fræðstu um lausasölulyf. Notaðu þau ekki án samráðs við lækni.

 

Ef viðkomandi hættir að reykja versna reykingalungun ekki!

Nokkrar gagnlegar ábendingar:

 • Skrifa niður ástæður til að hætta.

 • Skrifa dagbók um reykingavenjur. Reyna að átta sig á reykingaháttum.

 • Leita stuðnings t.d. hjá lækninum, hjúkrunarfræðingi, vini eða fjölskyldunni.

 • Velja aðferð við að hætta - "á punktinum" eða stig af stigi. Notkun nikótínplásturs/ -tyggigúmmís/ -úða?

 • Velja tímasetningu til að hætta og segðu öðrum frá.

 •  

Þessar aðferðir hjálpa lungunum að vinna betur og hjálpa viðkomandi að slaka á þegar hann er andstuttur. Andið með kviðnum

 • Leggið aðra höndina á bringuna. Haldið henni kyrri þegar andað er inn.

 • Leggið aðra höndina á kviðinn, með þumalinn á naflann. Þessi hönd á að hreyfast upp og niður, þegar viðkomandi andar.

 • Andið inn gegnum nefið og teljið upp að þremur. Andið út meðan talið er upp að sex.

 • Haldið þessu áfram í u.þ.b.15 mínútur.

 • Æfið þetta oft. Það tekur tíma að tileinka sér kviðaröndun.

 • Beitið kviðaröndun þegar setið er, staðið eða legið.

Öndun með lokaðan munn

 • Andið hægt inn um nefið.

 • Klemmið varirnar saman og blásið hægt út með mjúku hvæsandi hljóði.

 • Reynið neföndun samtímis kviðaröndun.

 •  

Agaður hósti getur hjálpað til við að losna við slím, án þess að valda mæði eða særa öndunarfærin. Þannig er farið að:

 • Dragið andann hægt og djúpt gegnum nefið.

 • Haldið loftinu niðri nokkrar sekúndur.

 • Opnið munninn smávegis og hóstið tvo til þrjá stutta, snarpa hósta.

 • Slakið á og endurtakið.

 

Aðrar aðferðir til að losa um og hreinsa slím úr lungunum má læra af hjúkrunarfræðingi eða sjúkraþjálfara. Einnig er hægt að kenna fjölskyldumeðlimum hvað þeir geti gert til að hjálpa.


Margir með reykingalungu eiga erfitt með að draga að sér loft til að borða mat í stórum stíl. Því er mjög mikilvægt að fæðan sé næringarrík, þ.e. orkurík.

 • Snæddu fjölbreyttan, næringarríkan mat á hverjum degi.

 • Borðaðu oft litlar máltíðir en ekki fáar stórar.

 • Ræddu við lækninn ef ákveðnar fæðutegundir valda vandræðum. Til dæmis matvæli sem valda vindgangi (kál, baunir, maís o.s.frv.) geta valdið öndunarörðugleikum.

 • Drekktu mikið af vatni milli mála, nema læknirinn ráðleggi annað.


Fólk, sem er vel á sig komið, notar minna súrefni. Samráð skal haft við lækni áður en viðkomandi byrjar á nýrri íþrótt og raunhæft æfingaplan gert í samráði við hann.

 • Hvers konar hreyfing?

 • Hve lengi og hversu oft?

 • Þarf að breyta lyfjagjöf og /eða súrefnisgjöf vegna íþróttaiðkunar?

 •  

Kvef og flensa

 • Spyrjið lækninn um bólusetningar við flensu og lungnabólgu.

 • Forðist samskipti við alla sem eru með kvef eða flensu.

 • Hafið samband við lækni ef viðkomandi verður var við einkenni af kvefi eða flensu (til dæmis aukinn hósta, stíflað nef, hita, gult eða gtænt slím).

Ytri aðstæður geta truflað öndunarfærin

 • Reykur frá sígarettum, arni o.s.frv.

 • Ryk og lykt frá málningu, útblæstri, af ilmvatni o.s.frv.

 • Kalt loft.

 • Mjög þurrt eða rakt loft.

 • Loftmengun.

 •  

Spurðu lækninn hvort lofthreinsitæki eða rakahreinsitæki séu til bóta.

Reykingalungu koma ekki í veg fyrir að hægt sé að stunda vinnu. Ræddu við vinnuveitandann. Hugsanlega þarf aðeins að aðlaga vinnuaðstæður lítillega. Íhugið þann kost að hefja menntun á nýju sviði. Kynlíf

 • Hvílist fyrir og eftir.

 • Notið stellingu sem krefst minni áreynslu (til dæmis á hliðinni).

 • Andið með nefinu.

 • Reynið fjölbreytt blíðuhót (faðmlög, kossa o.s.frv.)

 

Ferðalög

 • Spyrjið lækninn um heilbrigðisþjónustu og lækna á áfangastað.

 • Aflið upplýsinga um hvert á að snúa sér til að fá sútefni. (Munið að taka með súrefnisbirgðir.)

 • Látið flugfélagið vita fyrirfram ef þörf er talin á súrefnisgjöf.

 • Hafið lyf með í handfarangrinum ef svo illa færi að viðkomandi yrðir viðskila við farangurinn.

 • Ef viðkomandi er virkur eru meiri líkur á vellíðan.

 

Spara orku

 • Gerið erfið og auðveld verkefni til skiptis.

 • Deilið erfiðum verkefnum niður í einingar. Hvílist á milli.

 • Reynið neföndun. Andið út við áreynslu.

 • Sitjið þegar þess er kostur. Hafið innan seilingar þá hluti sem þarf að nota.

 • Ýtið og dragið í stað þess að lyfta hlutum, þegar kostur gefst.

 

Slökunartækni Hægt er að tileinka sér:

 • Vöðvaslökun-spenna fyrst og slaka síðan á hverjum vöðvahópi frá höfði niður í tær.

 • Hugleiðslu-einbeita sér að orði eða slakandi sýn til að slaka á.

 • Biofeedback-náið tökum á slökun með því að nota tæki sem mæla vöðvaspennu.

 

Viðurkennið tilfinningar þínar Ræðið við vin eða fjölskyldumeðlimi þegar viðkomandi er reiður, niðurdreginn o.s.frv. Fáið aðstoð fagfólks ef á þarf að halda.

 • Ræða um tilfinningar.

 • Styða tilraunir til að hætta reykingum. Fjolskyldumeðlimir þurfa ef til vill stuðning við að hætta að reykja. Ef viðkomandi reykir, reykið þá ekki nálægt því skyldmenni sem er með reykingalungu - óbeinar reykingar eru skaðlegar. Íhugið að hætta fyrir ykkur sjálf.

 • Ofverndið ekki. Látið sjúklinginn gera eins mikið og hann ræður við. Þannig heldur hann sjálfsvirðingunni.

 • Aðstoðið við meðferðina. Spyrjið lækninn eða hjúkrunarfólkið hvernig hægt sé aðhjálpa heima fyrir.

 • Þáttaka í stuðningshópi. Það getur hjálpað bæði þeim, sem er með reykingalungu, og fjölskyldu hans að ræða við aðra í sömu aðstæðum.

 

© Copyright 1999 - 2002 Doktor.is
All rights reserved

bottom of page