top of page

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna

Lungnasamtökunum, LS er umhugað um persónuvernd félagsmanna. Félagsaðild er þó hornsteinn að starfseminni og er því nauðsynlegt að safna, geyma og viðhalda persónulegum upplýsingum um félagsmenn. Tilgangurinn  er að miðla upplýsingum um starfsemi, atburði, fundi, áherslur í velferðar- og hagsmunamálum og fræðsla ýmiskonar, sjá nánar um félagið á heimasíðunni 

Tilgangur varðveislu upplýsinga

Félagakerfi
Skráðar eru tengiliðaupplýsingar s.s. nafn, heimili, kennitala, sími og netfang. Upplýsingarnar eru vistaðar í félagakerfi SÍBS sem sér um viðhald og eyðingu gagna í samráði við LS eða með uppfærslum frá þjóðskrá. Sjá upplýsingar um persónuverndarstefnu SÍBS hér.

Starfsemi á vegum LS
LS er aðili að SÍBS og ÖBÍ. LS deilir upplýsingum til þessara félag um félagsmenn sem starfa um lengri eða skemmri tíma í umboði LS á vegum þeirra t.d. í stjórn, nefndum, ráðum eða málefnahópum. Þetta eru fyrst og fremst tengiliða upplýsingar vegna nauðsynlegra samskipta eða nafn, símanúmer, netfang, heimilisfang. Sjá upplýsingar um persónuverndarstefnu ÖBÍ hér

Ráðgjöf, fyrirspurnir og styrkbeiðnir
Upplýsingar um erindi/samskipti hvers konar.

Leitir félagsmaður til LS af ofangreindum ástæðum eru ekki vistaðar neinar persónugreinanlegar upplýsingar nema ef félagi óskar þess sérsaklega eða það er nauðsynlegt vegna frekari úrvinnslu málsins. Þessum gögnum nema fjárhagslegum er eytt ári eftir málalok nema annað sé ákveðið í samráði við félagsmanninn. Óbein gögn og upplýsingum sem verða til við afgreiðslu mála er þó haldið til haga á ópersónugreinanlegan hátt enda geti þau nýst í öðrum skyldum málum.

 

Minningarkort
Vistaðar eru upplýsingar nauðsynlegar til að senda minningarkort og til innheimtu á greiðslum. Öllum gögnum nema fjárhagslegum er eytt eftir afgreiðslu málsins.

 

Útsending á fréttablaði
Við útsendingu á fréttablaði nýtum við þjónustu póstdreifingarfyrirtækja, sendar eru upplýsingar um nafn og heimilisfang móttakenda blaðsins sem eytt er eftir útprentun.

 

Öryggi og eftirlit
Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður og eingöngu leyfður til að stuðla að markmiðum félagsins.
Persónuupplýsingar geta verið aðgengilegar aðilum sem sjá um upplýsingatækniþjónustu fyrir félagið eða veita aðra þjónustu sem tengist vinnslu eða rekstri félagsins.
Félagið nota skýjaþjónustu til að senda út markpóst varðandi félagsstarf. Er það gert meðal annars til þess að halda utan árangur og þátttöku viðtakenda.


Þinn réttur
Félagsmaður getur ávallt fengið að vita hvaða persónulegar upplýsingar LS hefur vistaðar í gögnum sínum og getur krafist þess að þeim verði eytt. Verði öllum upplýsingum um félaga eytt jafngildir það úrsögn úr félaginu. Eftir verða þó ópersónugerða tölfræði gögn.

Tölfræðilegar upplýsingar um félagsmenn
Tölfræðilegum upplýsingum sem unnar eru úr gögnum félagsins eru ópersónugreinanlegar og eru geymdar sem slíkar þó gögnum um félagsmann sé eytt. Til dæmis fjöldatölur í félaginu á hverjum tíma og fleira.

Afhending gagna til óskyldra aðila
Persónugreinanlegar upplýsingar kunna að vera afhentar þriðja aðila s.s. til stjórnvalda, dómstóla eða annarra sem hafa til þess lagalegan rétt.

 

Vefsíða LS og notkun á vafrakökum
Vefsíðu félagsins er viðhaldið í VIX vefumsjónarumhverfinu. Við heimsókn á vefsíðuna eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Upplýsingar er einungis safnað af öryggisástæðum,  fyrir bilanagreiningu, til að tryggja nauðsynlega virkni og til söfnunar tölfræðiupplýsinga. Notast er við Google Analytics til uppsöfnunar tölfræðilegra upplýsinga sem nýtast meðal annars til  að gera upplýsingar á vef LS aðgengilegar og auðfundnar í helstu leitarvélum.

Athugasemdir eða ábendingar varðandi persónuverndarstefnu LS óskast sendar á lungu@lungu.is

 

Þetta skjal er vistað á vefsíðu félagsin og getur tekið breytingum af ýmsum ástæðum. Útgáfusögu þess er viðhaldið í tölvukerfum félagsins og er hægt að skoða eldri útgáfur í samráði við LS. Ef breytingar eru veigamiklar eru þær kynntar félagsmönnum sérstaklega. Uppfært 19.05.2022

Táknmynd fyrir persónuvernd
bottom of page