LUNGNASJÚKDÓMAR
Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánarorsök á Vesturlöndum
Lungnabólga af völdum örveru, sem nefnist berfrymingur (mycoplasma). Henni fylgir ekki eins hár hiti og hefðbundinni bakteríulungnabólgu og er því nefnd afbrigðileg lungnabólga (köld lungnabólga).
Blóðtappi í lungum (lungnarek) myndast þegar æð í lunga/lungum lokast vegna blóðtappa.
Bráð berkjubólga er bólguástand sem kemur skyndilega í lungnaberkjunum. Sjúkdómsgreiningin er mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling eða barn.
Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsök hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni þ.e. ásvelging á magainnihaldi (magainnihald fer niður í lungun) eða innöndun á eitruðum gastegundum.
Síðustu árin hefur tíðni lungnakrabbameins aukist mjög hér á landi. Er nú svo komið að það er orðið næstalgengasta krabbameinið bæði meðal karla og kvenna. Brjóstakrabbamein er algengara hjá konum og blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum.
Ef þörf krefur getur súrefnismeðhöndlun aukið lífsgæði, bæði líkamlega og andlega. Ef þörf er á súrefni skal ræða við lækninn um kosti og galla hinna ýmsu súrefnisbrúsa.
Sarklíki kallast á ensku sarcoidosis. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í líffærum.Bólgan er af ákveðinni gerð þar sem s.k. hnúðabólga (á ensku granuloma) myndast í þeimlíffærum þar sem sjúkdómurinn hefur tekið sér bólfestu.
Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar
Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánarorsök á Vesturlöndum