top of page

SAMTÖK LUNGASJÚKLINGA

UM LS

Lungnasamtökin voru stofnuð þann 20.maí 1997 af lungnasjúklingum og öðrum áhugamönnum um velferð lungnasjúklinga og forvarnir. Markmið frá stofnun samtakanna hefur verið að vinna að velferðar og hagsmunamálum lungnasjúklinga. 
 

Fræðslufundir eru haldnir reglulega á vegum samtakana um lungnasjúkdóma og málefni tengdum þeim og hafa þeir verið vel sóttir af félögum. Samtökin gefa út eitt fréttabréf á ári tengd lungnasjúkdómum og lungnapésa sem er bæklingur um lungnasjúkdóma og hvernig hægt er að lifa með þeim.

 

Árið 2003 komu LS upp heimasíðu www.lungu.is sem auðveldar lungnasjúklingum um land allt að nálgast upplýsingar um starfsemi samtakanna.

Árið 2004 létu LS gera fræðslumyndband um langvinna lungnateppu sem sýnt var í ríkissjónvarpinu 16. nóvember 2004. Einnig var því dreift í skóla og heilbrigðisstofnanir. Árið 2016 tóku Lungnasamtökin ásamt Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd og Krabbameinsfélag Reykjavíkur þátt í gerð fræðslumyndarinnar "Bara ég hefði aldrei byrjað" 

Myndina má sjá á forsíðunni 

Stjórn LS

Formaður

Andrjes Guðmundsson

Varaformaður

Gunnhildur Hlöðversdóttir

Ritari

Ragnhildur Steingrímsdóttir
Gjaldkeri

Fjóla Grímsdóttir
Meðstjórnendur

Helga S. Ragnarsdóttir

Eyjólfur Guðmundsson

Þorsteinn Óskarsson

Skoðunarmenn reikninga

Ásmundur Þórisson

Gréta Jónsdóttir 

Lög.png
Persónuvernd.png
Dagatal.png
bottom of page