top of page

SAMTÖK LUNGASJÚKLINGA

Teiknuð mynd af lungum

Um Lungnasamtökin

Lungnasamtökin voru stofnuð þann 20. maí 1997 af  áhugafólki um velferð og hagsmuni fólks með lungnasjúkdóma. 

Á vegum samtakanna eru haldnir mánaðarlegir fræðslufundir um lungnasjúkdóma og málefni tengdum þeim og hafa þeir verið vel sóttir. Þó megin tilgangurinn sé að fræða fólk um lungnasjúkdóma og tengd málefni er einnig leitast við að hafa gaman saman og stuðla að því að félagsmenn hittist og ýta þar með undir jafningjafræðslu.

Samtökin gefa út tímaritið Lungu árlega með viðtölum, upplýsingum og fræðslu um málefni fólks með lungnasjúkdóma. 

 

Hér á heimasíðu samtakanna www.lungu.is er leitast við að birta fræðsluefni sem gagnast getur fólki með lungnasjúkdóma og aðstandendum þeirra.

Lungnasamtökin hafa ein og sér og í samvinnu við önnur félög eins og Hjartaheill, Astma og ofnæmisfélagið og Krabbameinsfélag Reykjavíkur unnið að gerð fræðsluefnis um málefni tengd forvörnum. Fræðslumyndbandið "Bara ég hefði aldrei byrjað" er dæmi um það, þar sem fjallað er um Langvinna lungnateppu. Undir fræðsluflipanum hér á vefnum má sjá myndbandið.

Stjórn LS

Formaður

Andrjes Guðmundsson

Varaformaður

Rut Gunnarsdóttir

Ritari

Bjarnfríður Guðmundsdóttir
Gjaldkeri

Fjóla Grímsdóttir
Meðstjórnendur

Gunnhildur Hlöðversdóttir

Helga S. Ragnarsdóttir

Hrönn Árnadóttir

Skoðunarmenn reikninga

Ásmundur Þórisson

Soffía Guðlaugsdóttir 

Dómari, táknmynd fyrir lög félagsins
Táknmynd um persónuvernd
Táknmynd fyrir dagatal, fyrir dagskrá félagsins

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page