top of page

TENGLAR

Lungnakrabbamein

Að þessari vefsíðu kemur fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig í meðferð lungnakrabbameins og einnig fulltrúar Sjúklingasamtaka lungnakrabbameinssjúklinga. Auk þess hefur verið haft náið samstarf við Krabbameinsfélag Íslands og Landspítala.

SÍBS

Haustið 1938, hinn 24. október, voru 26 berklasjúklingar samankomnir á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að reyna að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu.

Astma- og ofnæmisfélagið

Astma- og ofnæmisfélagið var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi.

Hjartaheill

Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall). Slag verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur.

Neistinn

Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn.

Reykjalundur

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Um þjónustuna gildir þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar.

HL - stöðin

HL stöðin var stofnuð í Reykjavík 1989. Að stofnun hennar stóðu Landssamtök hjartasjúklinga, Samband Íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd. Stjórn HL stöðvarinnar er skipuð fulltrúum stofnfélaganna.

Stöðin er rekin sem sjálfseignarstofnun fær rekstrarfé frá ríkinu og einnig greiða þátttakendur æfingagjöld.

HL - stöðin Akureyri

HL-stöðin er fyrir fólk með hjarta- og/eða lungnasjúkdóma sem hafa verið meðhöndlaðir og eru í stöðugu ástandi. Þjálfunin er endurhæfing. HL-stöðin getur einnig hentað fólki með annars konar veikindi sem þarf á þjálfun að halda en það verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Hún er annars vegar almenn og sérhæfð endurhæfingarstofnun og hins vegar veitir hún hvíldar- og hressingardvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld.

ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök eru stefnumótandi í réttindamálum fatlaðs fólks og frumkvöðull innan málaflokksins. 

 

Hlekkur á öll aðildarfélög má finna hér á síðu ÖBÍ
 

Rauði kross Íslands

Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.

Landlæknir

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu

Lífið - samtök um líknandi meðferð

Markmið félagsins hefur verið frá upphafi að stuðla að framförum á sviði líknandi meðferðar með því að kynna líknandi meðferð sem gilt meðferðarúrræði, hvetja til rannsókna á sviði líknandi meðferðar og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Hjartavernd

Samtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma niðurstöðum úr rannsóknum sínum til almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page