top of page

TENGLAR

SÍBS

Haustið 1938, hinn 24. október, voru 26 berklasjúklingar samankomnir á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að reyna að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu.

Hjartaheill

Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall). Slag verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur.

Neistinn

Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn.

Astma- og ofnæmisfélagið

Astma- og ofnæmisfélagið var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi.

Félag nýrnasjúkra 

Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja alla þá sem veikjast af langvinnum nýrnasjúkdómum og aðstandendur þeirra.

Lífið - samtök um líknandi meðferð

Markmið félagsins hefur verið frá upphafi að stuðla að framförum á sviði líknandi meðferðar með því að kynna líknandi meðferð sem gilt meðferðarúrræði, hvetja til rannsókna á sviði líknandi meðferðar og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Hjartavernd

Samtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma niðurstöðum úr rannsóknum sínum til almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

Geðhjálp

Félagið Geðhjálp á rúmlega tuttugu ára sögu að baki. Undirbúningur þess hófst vorið 1979 og var það formlega stofnað sama haust.

Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951. Þá voru aðildarfélögin þrjú en nú eru þau 30, bæði svæðafélög og stuðningshópar sjúklinga.

ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök voru stofnð árið 1961. Stofnfélögin voru sex, en nú eru aðildarfélög 40 og félagar yfir 40.200 

Hlekkur á lista yfir aðildarfélög má finna hér á síðu ÖBÍ
 

MedicAlert á Íslandi

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um meðlimi á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í yfir tvo áratugi. Í Íslandsdeildinni, eru um 4500 meðlimir, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum meðlima.

Reykjalundur

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.

Múlalundur

Múlalundur er stærsta og elsta öryrkjavinnustofa landsins þar sem öryrkjar njóta endurhæfingar ásamt því að framleiða og selja mest allra af bréfabindum og lausblaðabókum.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Hún er annars vegar almenn og sérhæfð endurhæfingarstofnun og hins vegar veitir hún hvíldar- og hressingardvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld.

Rauði kross Íslands

Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu.

HL - stöðin

HL stöðin var stofnuð í Reykjavík 1989. Að stofnun hennar stóðu Landssamtök hjartasjúklinga, Samband Íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd. Stjórn HL stöðvarinnar er skipuð fulltrúum stofnfélaganna.

Stöðin er rekin sem sjálfseignarstofnun fær rekstrarfé frá ríkinu og einnig greiða þátttakendur æfingagjöld.

Doktor.is

Vefsíða Doktor.is á að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum á íslensku um heilsufar og hollustu, sjúkdóma, lyf og flestu því er tengist heilbrigðismálum og hollu líferni

Landlæknir

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu

bottom of page