top of page

LANGVINN LUNGNATEPPA

 Grein eftir Gunnar Guðmundsson lungnalæknir 
 

Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánarorsök á Vesturlöndum og 12. algengasta orsök örorku á Íslandi. Þessi sjúkdómur er meðal fárra sem valda vaxandi dánartíðni og talið er að um 16-18 þúsund Íslendingar þjáist af honum um þessar mundir en einungis hluti þeirra hefur verið greindur með sjúkdóminn. Helsta orsökin er reykingar.

 

Fjölmennustu árgangar þjóðarinnar í hættu

Aukna dánartíðni af völdum lungnateppusjúkdóma hérlendis má rekja til þess að stór hópur reykingamanna er nú að ná þeim aldri þegar sjúkdómurinn leggst á fólk, en fólk fætt á árunum 1950 til 1965 er meðal fjölmennustu árganga þjóðarinnar. Þó að nokkuð hafi dregið úr reykingum hér á landi síðustu áratugi þarf að draga mun meira úr þeim til að snúa þessari þróun við. Ennþá reykja um 25-30 prósent fullorðinna hérlendis.

 

Greining á frumstigi ræður úrslitum

Gríðarlega mikilvægt er að sjúkdómurinn sé greindur á frumstigi vegna þess að skemmdirnar sem hann veldur á lungunum eru varanlegar. Mikilvægasta og

áhrifamesta meðferðin við sjúkdómnum er að hætta reykingum.

Þriðja algengasta dánarorsökin 2020

Áætlað er að árið 2020 verði þessi sjúkdómur þriðja algengasta dánarorsök á Íslandi og sjötta algengasta orsök örorku. Vegna þessa hefur verið stofnuð alþjóðleg samtök, GOLD, til þess að gera áætlanir um forvarnir, greiningu og meðferð.

 

Kastljósið beinist að Íslendingum 45-50 ára

Yfirleitt er sjúkdómurinn á byrjunarstigi á aldrinum 45-50 ára og þá er hægt að greina hann með einfaldri öndunarmælingu sem td. er hægt að fá gerða á öllum heilsugæslustöðvum, í sumum apótekum og hjá lungnalæknum.

Einkenna fyrst vart við 50% skerðingu á lungnastarfsemi

Til að finna til einkenna þarf sjúklingurinn að vera búinn að tapa helmingnum af lungnastarfseminni. Þetta gerist hægt og því greinist sjúkdómurinn oft fyrst eftir 60 ára aldur þegar hann hefur valdið varanlegum skemmdum á lungunum.


Hver eru einkennin?

Einkenni geta verið t.d. verið morgunhósti með slímmyndun en menn álíta þetta bara oft vera reykingahósta sem sé skaðlaus. Annað einkenni er hægt vaxandi mæði, einkum við áreynslu. Einn stærsti gallinn er sá að þessi sjúkdómur læðist aftan að fólki og þegar menn greinast með hann er skaðinn oft orðinn mikill og varanlegur.

Það sem einkennir sjúkdóminn á lokastigi eru tíðar og langar sjúkrahúslegur, súrefnisgjöf, örorka og ótímabær dauðsföll.

Mikill þjóðfélaglegur kostnaður

Verulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum í baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma en nú er kominn tími til að beina athyglinni að þessum lungnasjúkdómum því að þeir eru lífshættulegir og breiðast hratt út. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH) hafa tekið höndum saman og stofnað GOLD-hópinn en það eru fagleg samtök sem hafa komið á framfæri fræðslu og upplýsingum um sjúkdóminn til heilbrigðisstarfsfólks og almennings. Samtökin halda uppi heimasíðu á slóðinni

Lungnalyf vega nú sífellt meira í heildarlyfjakostnaði íslensku þjóðarinnar og eru orðinn mjög áþreifanlegur hluti hans. Allt eru þetta afar dýrar ráðstafanir og það væri svo miklu betra og þjóðhagslegra hagkvæmara ef einstaklingar hættu að reykja í tíma.

Hægt er að greina langvinna lungnateppu með öndunarmælingu á frumstigi hjá reykingamönnum á aldrinum 45-55 ára jafnvel þótt þeir séu einkennalausir. Unnt er að fá öndunarmælingu gerða á heilsugæslustöðvum, hjá lungnalæknum, í sumum apótekum og víðar.

Meðferð

Lyfjameðferð:

snýst einungis um að halda einkennum niðri til að gera sjúklingnum lífið léttbærara en lyfin hafa engin áhrif á framgang sjúkdómsins. Það eru ekki til nein lyf sem breyta framgangi sjúkdómsins. Það eina sem breytir framgangi sjúkdómsins er að hætta reykingum. Meðal lyfja sem notuð eru til að draga úr einkennum, má nefna betaadrenvirk lyf bæði stuttvirk og langvirk. Þessi lyf eru oftast notuð sem innöndunarlyf bæði á formi dufts sem andað er að sér með þartilgerðum tækjum og innúðalyf. Þá eru einnig notuð á samskonar hátt andkólínvírk lyf. Innúðasterar skipta ekki eins miklu máli í meðferð langvinnrar lungnateppu eins og þeir gera í meðferð astma. Í langvinnri lungnateppu eru þeir aðeins notaðir hjá þeim sem eru með sjúkdóminn á háu stigi og fá tíðar versnanir sem skerða lífsgæði þeirra. Að auki eru þeir notaðir hjá sjúklingum þarsem sýnt er fram á mikinn bata á lungnaprófum með notkun innúðastera. Þeir sjúklingar eru sennilega bæði með astma og langvinna lungnateppu.

Önnur meðferð

Reglubundin líkamsþjálfun

Bólusetningar

Súrefni

Skurðaðgerðir

Nokkrar staðreyndir um langvinna lungnateppu:

hafa verið reyndar. Lungnasmækkun er meðferð sem er enn á tilraunastigi en getur hentað í sumum tilfellum. Þá má einnig fjarlægja stórar blöðrur sem myndast hafa með skurðaðgerð. er gefið þeim sem eru með langvinna lungnateppu á háu stigi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Stranglega bannað er að reykja með súrefni. ætti að framkvæma árlega gegn inflúensu og gegn lungnabólgu á 5-10 ára fresti. er mikilvæg á öllum stigum sjúkdómsins og stuðlar að vellíðan. Hægt er að fara í skipulagða lungnaendurhæfingu bæði í HL-stöðinni í reykjavík (www.hlstodin.is) og á Reykjalundi í Mosfellsbæ (www.reykjalundur.is).www.goldcopd.com . Hinn 20. nóvember 2002 var Alþjóðlegi COPD-dagurinn eða LLT dagurinn haldinn í fyrsta skipti, þar á meðal hér á landi. 
·

Langvinn lungnateppa: lungnaþemba og langvinn berkjubólga 
·

Helsti áhættuþáttur: reykingar 
·

Tíðni sjúkdómsins fer vaxandi jafnt á Íslandi sem annars staðar í heiminum 
·

Dánartíðni og fjöldi öryrkja fer vaxandi 
·

Lyfjakostnaður fer hækkandi 
·

Kostnaður heilbrigðiskerfisins fer hækkandi 
·

Hægt er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi með öndunarmælingu 
·

© Copyright 1999 - 2002 Doktor.is
All rights reserved


Alþjóðaátak gegn sjúkdómnum er í gangi

bottom of page