top of page
Search

Samtök lungnasjúklinga gefa góðar gjafir til styrktar starfsemi Reykjalundar.

Updated: Oct 28, 2021


Starfsmenn Reykjalundar og stjórn SLS við afhendinguna


Iðjuþjálfun fékk tvo vandaða vinnustóla sem hafa svipaða virkni. Annar stólinn er með rafknúna hæðarstillingu og hentar vel fólki sem þreytist við að stilla hæðina á stólnum. Hinn stólinn er með háu baki, hægt er að hafa höfuðpúða á stólnum og sethalli getur verið fastur, eða laus, þannig að seta fylgi hreyfingu líkamans.

Hepro Tilto


Stólarnir eru báðir með stillanlegum örmum (hæð og dýpt), baki og setu. Gott rými er fyrir fætur og einnig eykur bremsustöng öryggi þess sem situr í stólnum. Gott úrval er til af aukahlutum á stólana , t.d. uppfellanlegur fótahringur, hliðarstuðningur og belti.

Vela Tango 100E – rafknúin hæðarstilling
Að sögn Ingibjargar Bjarnadóttur, iðjuþjálfa, getur vinnustóll létt daglegt líf og viðhaldið sjálfstæði fólks við að sinna daglegum athöfnum, t.d. þeirra sem hafa litla orku til að standa lengi og ganga um. Þegar setið er í stólnum er auðvelt að ýta sér áfram með fótunum. Hægt er að nota þá við að þurrka af, elda, þvo upp, sinna þvotti, ryksuga og annað sem viðkomandi þarf að sitja við. Talið er að með því að sitja við verk í stað þess að standa sé hægt að spara orkueyðslu um 25%.


Lungnasjúklingar og aðrir sem koma í endurhæfingu á Reykjalundi geta prófað að vinna í þessum stólum inni á verkstæði iðjuþjálfunar, í eldhúsi og við að sinna öðrum heimilisverkum sem valda erfiðleikum í endurhæfingunni. Einnig er hægt að fá stólana lánaða heim yfir helgi til reynslu meðan fólk er í meðferð á Reykjalundi.


Eyjólfur (SLS) afhendir Ingibjörgu stólana formlega 

Sjúkraþjálfun fékk einnig lífsmarkamæli af fullkomnustu gerð sem mælir púls, mettun, blóðþrýsing og öndunartíðni skjólstæðinganna. Hingað til hefur ekki verið hægt að mæla öndunartíðni sem er mikilvægur þáttur í mati lífsmarka..


Hér má sjá Ásdísi taka lífsmörk Garðars


Að sögn Garðars Guðnasonar, sjúkraþjálfara, er lífsmarkamælirinn afar mikilvægur þeim sem þurfa að láta fylgjast með lífsmörkum, til að áætla hvort þyngja eigi eða létta álagið við þjálfun skjólstæðinganna.204 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page