Póstlisti SLS

Póstlisti SLS

 
Þriðjudagur, 19. júlí 2016 10:43
Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar kæru félagsmenn.

 

Vonandi leggst sumarið vel í ykkur.

 

Vildi bara minna á að það er alltaf hægt að ná í okkur í síma 5604812 ef þið hafið einhverjar spurningar.

Skrifstofan verður aftur á móti lokuð hjá okkur eithvað fram í ágúst, læt ykkur vita hér þegar það er komið á hreint.

 

Vill líka minna enn og aftur á okkur Ólöfu í Reykjavíkurmaraþoninu sem er núna í ágúst.

Ef þið sjáið ykkur fært að heita á okkur og þar með heita á Samtök lungnaskjúklinga værum við rosa þakklát

Hér eru tenglarnir þar sem þið getið heitið á okkur

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Guðný Linda Óladóttir

Reykjavíkurmaraþon 2016 Ólöf Sigurjónsdóttir

 

 

 

Sumarkveðja,

 

Guðný Linda Óladóttir

Formaður SLS

 sun-clipart-png-sun icon-7587cced3d0c975180e86393e3c6cc9e

 
Þriðjudagur, 14. júní 2016 12:24
Reykjavíkurmaraþon 2016

Sæl öll 

 

Í ár ætla ég og Ólöf að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar samtökunum okkar. 

 

Ef þið sjáið ykkur fært væri frábært ef þið gætuð heitið á okkur og þar með heitið á samtökin okkar.

Það gerið þið með því að klikka á myndirnar af okkur eða textann fyrir neðan þær hér að neðan, við erum með sitthvora söfnunina en sama málefni.

 

Með fyrirfram þökk,

Guðný og Ólöf 

 

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Guðný Linda Óladóttir

 

alt

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Ólöf Sigurjónsdóttir

 
Föstudagur, 27. maí 2016 13:52
„Bara ég hefði aldrei byrjað“

Dagur án tóbaks 31. maí


Á Degi án tóbaks, 31. maí, verður sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“.
 

Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
 

Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra.

 

Bara-ad-eg-hefdi-aldrei-byrjad

 
10 leiðir til betra lífs

Mánudaginn 9. maí  mun Þórhallur Heimisson mæta og tala við okkur um hamingjuna.

Nánar...
 
Formanns framboð

Kæru félagsmenn Mynd af Guðnýju

Ég heiti Guðný Linda Óladóttir og ég er 44 ára lungnaþegi.

Ég hyggst bjóða mig fram sem formann Samtaka lungnasjúklinga á aðalfundi samtakanna sem verður haldinn 28. apríl næstkomandi.

Hvers vegna vill ég bjóða mig fram sem formann Samtaka lungnasjúklinga ?

Ég vill láta gott af mér leiða í samtökunum og halda áfram þeirri vinnu fyrrverandi formanna að afla samtökunum tekna og ryðja úr vegi fordómum gagnvart lungnasjúklingum. Ég vill kynna félagið betur, hlúa betur að félagsmönnum og efla félagsstarfið innan samtakanna og fá félagsmenn okkar út á landi nær samtökunum. Ég vill að samtökin berjist fyrir betri réttindum súrefnisháðra og ryðji úr vegi ýmsum hindrunum sem lungasjúklingar standa frammi fyrir í daglegu lífi.

Nánar...