top of page

BLÓÐTAPPI Í LUNGUM

Blóðtappi í lungum - Lungnarek

Hvað er blóðtappi í lungum?

Hvað á að taka til bragðs ef grunur leikur á blóðtappa í lungum?

Í einstaka tilfellum felst meðferðin í því að gefin eru lyf sem leysa tappann upp strax og þannig opnast æðin fljótt aftur. Þessi aðferð krefst þess að mjög fljótt náist til einstaklingsins þ.e.a.s. að tappinn sé ferskur og æðin hafi ekki verið lokuð lengi. Einnig þarf að uppfylla skilyrði um aldur og blóðþrýsting. Hafi viðkomandi gengist undir skurðaðgerð nýlega er þessarri meðferð síður beitt. Ýmislegt annað mælir á móti því að henni og meðferðinni er aðeins beitt einu sinni á einstakling, hún er eingöngu veitt inni á sjúkrahúsi eða þar sem sjúklingur getur verið undir nákvæmu eftirliti.

© Copyright 1999 - 2002 Doktor.is
All rights reserved


Einkenni 
Blóðtappi í lungum (lungnarek) myndast þegar æð í lunga/lungum lokast vegna blóðtappa.

Blóðtappinn berst með blóðrásinni frá æð í fótleggjum eða mjaðmagrind upp til hjartans og þaðan til lungnanna. Blóðtappi getur einnig átt upptök sín í hjartanu, tappinn losnað þaðan og skotist beint upp til lungnanna um leið og blóðinu er dælt frá hjartanu.

Hverjir eru í áhættuhóp?

Flestir sem fá blóðtappa í lungu eru þegar með einhvern sjúkdóm, oftast hjartasjúkdóm. Þar að auki eru vissir þættir sem auka hættuna á að blóðtappi myndist í lungum. Eldra fólki, sem hefur legið lengi fyrir eða einstaklingar sem hafa legið lengi eftir skurðaðgerðir, t.d. grindarholsaðgerðir, er hættara en öðrum við blóðtappa. Einnig er aukin áhætta ef einstaklingurinn er allt of þungur. Því er nauðsynlegt að eldra fólk liggi sem styst fyrir og þeir sem hafa farið í skurðaðgerð fái einhverja hreyfingu sem fyrst og þá jafnvel samdægurs.

Blóðtappi í lungum (lungnarek) myndast þegar æð í lunga/lungum lokast vegna blóðtappa.

Blóðtappinn berst með blóðrásinni frá æð í fótleggjum eða mjaðmagrind upp til hjartans og þaðan til lungnanna. Blóðtappi getur einnig átt upptök sín í hjartanu, tappinn losnað þaðan og skotist beint upp til lungnanna um leið og hjartað dælir blóðinu frá sér.

Hver eru einkennin?

  • Ef um er að ræða lítinn tappa fær fólk skyndilega sting fyrir hjartað (eðlilega vaknar þá hjá viðkomandi vanlíðan, óróleiki og hræðsla.) Önnur einkenni geta verið hósti með blóðugum uppgangi, hiti og þreyta. Eftir því sem á líður minnka óþægindin og einkennin eru horfin eftir nokkrar vikur.

  • Ef fólk hefur einu sinni fengið blóðtappa er aukin hætta á að slíkt komi fyrir aftur. Því þarf að rannsaka fólk og gefa því lyf sem fyrirbyggja að fleiri tappar myndist.

  • Blóðtappar í stórum æðum lungna geta verið lífshættulegir. Þá er blóðflæði til stórs hluta lungna skert, fólk verður kaldsveitt, fölt og missir fljótlega meðvitund. Í slíkum tilvikum takast endurlífgunaraðgerðir sjaldnast.

  • kransæðastíflu og blóðtappa í lungum geta verið mjög lík, ef grunur leikur á öðru hvoru skaltu hringja samstundis í 112.

    Hver er meðferðin?

    Meðferðin felst í því að þynna blóðið og koma þannig í veg fyrir að tappar myndist aftur. Meðferðin getur staðið í nokkra mánuði en sumir þurfa að vera ævilangt blóðþynningar- meðferð.

bottom of page