top of page

Ferðalög

Lungnasjúklingar þurfa að skipuleggja ferðalög með góðum fyrirvara. 

Flugleiðir

Góð ráð 

  • Muna eftir vegabréfinu

  • Muna eftir Evrópska sjúkratryggingakortinu (sjá hér fyrir neðan)

  • Eru aðrar tryggingar í lagi?

  • Sparið orkuna með því að fá aðgang að hjólastól í flughöfnum (Meira hér)

  • Panta súrefni í lengri flug (aðeins í boði hjá Icelandair gegn greiðslu, félagar í Lungnasamtökunum geta sótt um styrk hjá samtökunum á móti þessum kostnaði) 

  • Hafa ferðasíuna og hleðslutæki með

  • Athuga hvort í boði er að fá súrefnissíu á gististað (sjá hér fyrir neðan)

  • Ef gist er í mikilli hæð t.d. í Ölpunum er loftið þynnra og þörf fyrir meira súrefni

Nánari upplýsingar um einstök atrið
má finna neðar  á síðunni
Ferðamynd

Ferðatryggingar

Hægt er að kaupa ferðatryggingar hjá tryggingarfélögum auk þess sem handhafar greiðslukorta hafa ýmsar tryggingar innifaldar í greiðslukortinu. 
Þetta er að sjálfsögðu hið besta mál en það þarf að gera sér grein fyrir því að í skilmálum geta verið undanþágur sem átt geta við um aðila sem greinst hafa með sjúkdóma eða hlotið meðferð við þeim. Það er því vissara að fara vel yfir skilmálana og  athuga hvort tryggingin skerðist af einhverjum ástæðum í tilfelli hvers og eins.

Sjúkratryggingar

Munið að athuga hvort Evrópska sjúkratryggingakortið er í gildi og sækja um endurnýjun ef þörf er á. 

Munið að taka það með í ferðalagið

Evrópska sjúkratryggingakortið

Skoðið frekari upplýsingar um

Sjúkratyggingakortið hér

Evrópska sjúkrtryggigakortið
gildir í 
EES löndum, Bretlandi og Sviss. 

EES lönd þar sem sjúkratryggingakort frá Íslandi eru gild
Súrefnisvél

Súrefni á áfangastað

  • Víða er hægt að fá súrefnissíu á áfangastað en nauðsynlegt er að undirbúa það vel ef allt á að ganga upp

  • Pantið með góðum fyrirvara með því að hafa samband við þjónustuaðila með eftirfarandi upplýsingar (senda mail)

    • Staðfesting lungnasérfræðings um lungnasjúkdóminn og súrefnisþörf

    • Afrit af Evrópska sjúkratryggingakortinu

    • Afrit af aðalsíðunni í vegabréfinu

    • Upplýsingar um dvalarstað og dvalartíma

    • Persónuupplýsingar (Nafn, netfang, síma, og heimilisfang)​​

    • Í flestum tilfellum þarf að greiða fyrir þjónustuna úr eigin vasa

​​

        eða travelspain@linde.com

Frekari upplýsingar um aðra þjónustaðila og önnur lönd munu bætast við hér eftir því sem við fáum upplýsingar þar að lútandi

Sjúkrtryggingar endurgreiða útlagðan kostnað samkvæmt reikningum sjá frekari upplýisngar á hlekknum hér fyrir neðan

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page