Umsókn um endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum
Til þess að fá endurgreitt frá Sjúkratryggingum þarf að fara á forsíðu www.sjukra.is
Athugið sérstaklega að þetta ferli er ekki á
„Mínum síðum“ heldur skoða valmöguleika til vinstri á síðunni

Fyrst þarf að fylla inn umsóknareyðublað
Veljið „Eyðublöð og vottorð“
Þá opnast síða með valmöguleikum, smellið á + merkið aftan við „Réttinda milli landa“
þá spretta upp fleiri möguleikar og neðarlega er eyðublað sem heitir „Umsókn um greiðsluþátttöku
vegna erlends sjúkrakostnaðar“
Fyllið út eyðublaðið með öllum upplýsingum sem beðið er um, prentið skjalið út, undirritið og skannið eða takið ljósmynd á síma. ( Hugsanlega er hægt að senda skjalið óundirritað þar sem allt ferlið er framkvæmt eftir innskráningu með rafrænu skilríki ).
Gagnaskil
Farið nú aftur á forsíðu www.sjukra.is og veljið „Gagnaskil einstaklinga“ neðarlega vinstra megin á síðunni ( sjá myndina hér að ofan ). Þá þarf að skrá sig inn með stafrænum skilríkjum. Hugsanlega þarf að skrá upplýsingar um póstfang og síma en að því lokna er hægt að útbúa nýja umsókn.

Tegund skila er „Alþjóðmál“ og Skýring með gögnum „Vegna leigu á súrefnistæki (POC) erlendis“
Veljið næstu síðu og hlaðið upp eftirfarandi skjölum
-
Farseðill eða farseðlar sem sýna ferðatilhögun
-
Reikningur/tilboð frá leigusala súrefnistækis
-
Greiðslukvittun frá banka um greiðslu reiknings
-
Útfyllta eyðublað
-
Smellið á „Vista og halda áfram à“
Á næstu síðu er smellt á „Senda innà“
Svar við umsókninni kemur síðan í pósti.