top of page

Félagsfundur mánudaginn 7. janúar 2019

Félagsfundur mánudaginn 7. janúar 2019

Gleðilegt nýtt ár öllsömul.

Næsti félagsfundur verður mánudaginn þann 7 janúar 2019.

Byrjum kl. 16:00 með því að fá okkur kaffi og með því og jafnvel að blása í munnhörpuna.

Kl. 17:00 verður Ólafur Baldursson lungnalæknir með fróðleiksmola. Stefnum á að streyma fundinum á facebook síðu samtakanna.

Eins og flestir vita erum við staðsett í Síðumúla 6 á efri hæð og það er lyfta í húsinu.

Það kostar ekkert að koma til okkar á opið hús og oft er mikið fjör hjá okkur. Hvetjum alla félagsmenn að mæta og eiga notalega stund í góðum félagskap.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

bottom of page