top of page

Heimsókn til forseta Íslands

Heimsókn til forseta Íslands

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðið stjórn og félagsmönnum Samtaka lungnasjúklinga í heimsókn á Bessastaði fimmtudaginn 11. maí næstkomandi kl. 18.

Samtökin eru mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta boð og við hvetjum alla okkar félagsmenn að mæta á Bessastaði og hjálpa til við að gera samtökin okkar sýnilegri.

Því sýnilegri sem samtökin eru því meira er talað um okkur og það hjálpar okkur í okkar baráttumálum og er góð auglýsing fyrir málþingið okkar sem verður 17. maí nk. 

Vonum svo sannarlega að við sjáum sem flesta á Bessastöðum. 

Stjórnin.

bottom of page