Kveðja frá Elizu Reid forsetafrú og verndara Samtaka lungnasjúklinga.

Kveðja frá Elizu Reid forsetafrú og verndara Samtaka lungnasjúklinga.

 

 

Ég hugsa hlýtt til ykkar þessa erfiðu og mæðusömu daga. Við verðum öll að standa saman, verjast veirunni saman. Framar öllu þurfum við að vernda fólk sem er veikt fyrir eða í áhættuhópi. Einangrun er árangursrík leið til þess en auðvitað er leitt að geta ekki hitt aðra, fengið gesti í heimsókn og notið þess að vera á mannamótum. Tæknin kemur hér að einhverju leyti til bjargar og ég vona að þið getið stuðst við hana til að tengjast öðrum, ekki síst ættingjum og vinum.

Sem verndari Samtaka lungnasjúklinga veit ég að þar leitar fólk ýmissa leiða til að koma upplýsingum á framfæri. Ég þakka fyrir að geta sent ykkur öllum þessa kveðju mína og hlakka til að hitta ykkur á nýjan leik þegar við höfum unnið bug á veirunni skæðu. Ég sendi ykkur öllum kærar kveðjur og fjölskyldum ykkar sömuleiðis. Einnig færi ég heilbrigðisstarfsfólki hugheilar þakkir. Gangi ykkur öllum vel

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Skrifstofan okkar er opin samkvæmt samkomulagi, hafið samband í tölvupósti eða síma.

 

 

SAMTÖK LUNGNASJÚKLINGA

Síðumúli 6

2. hæð 

108 Reykjavík 

Kennitala: 670697-2079

Lyfta í húsinu​.

HAFA SAMBAND

            560-4812

 

Við svörum í símann alla daga

             

              lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon