top of page

Lungun þín og áramótin.

Lungun þín og áramótin.

Eftir Gunnar Guðmundsson: 

   Nú líður senn að áramótum þar sem um 600 tonn af flugeldum verða sprengd í loft upp með tilheyrandi loftmengun. Svifryk sem myndast við þetta berst ofan í öndunarfærin og veldur óþægindum og skertum lífsgæðum hjá lungnasjúklingum jafnt sem heilbrigðu fólki. Mörgum líður því mjög illa um áramót og kvíða þeim mjög. Hægt er að gefa eftirfarandi ráðleggingar fyrir þá sem viðkvæmir eru:

   1. Halda sig innandyra á áramótum og dagana þar í kring og hafa glugga lokaða. Hægt er að þétta glugga og hurðir með rökum handklæðum.

   2. Eiga nægar birgðir af lungnalyfjum og kanna í tíma að endurnýja þau fyrir áramótin.

   3. Ef vart verður mikilla einkenna ætti að grípa til stuttvirkra berkjuvíkkandi lyfja eins og Ventolin eða Bricanyl og nota nokkrum sinnum á dag ef að á þarf að halda. Aðra lyfjameðferð við öndunarfærasjúkdómum gæti hugsanlega þurft að auka tímabundið í samráðivið lækni.

   4. Ef óþægindin eru mjög mikil er opið á bráðadeild Landspítalans allan sólarhringinn og allir velkomnir þangað að fá aðstoð ef á þarf að halda. Ég vona að íslensk þjóð sýni lungnasjúklingum skilning varðandi flugeldamengun um áramót og gæti hófs. Allir eiga sama rétt á að vera á ferðinni um áramótin.

Ég vona að íslensk þjóð sýni lungnasjúklingum skilning varðandi flugeldamengun um áramót og gæti hófs."

Höfundur er lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands.

bottom of page