top of page

Málþing um stöðu súrefnisþega á Íslandi  

Málþing um stöðu súrefnisþega á Íslandi  

Meðfylgjandi er dagskrá málþings um stöðu súrefnisþega á Íslandi sem verður 17. maí næstkomandi á Grand hóteli kl. 12:00 - 16:00.

Salurinn heitir Hvammur og er á fyrstu hæð. Byrjað verður á veitingum og formleg fundardagskrá hefst kl. 12:30.

Óskað er eftir að fólk skrái sig á lunga@hjukrun.is

Við vitum að hlutirnir geta breyst með stuttum fyrirvara hjá fólki með lungnasjúkdóma og því gerum við ekki ráð fyrir að meðlimir í samtökum lungnasjúklinga þurfi að hafa áhyggjur af því að afbóka þó eitthvað komi upp á.

 

Hér má sjá dagskránna fyrir þingið

Endilega takið daginn frá og komið og verið með okkur. 
Frítt inn og fríar veitingar. 

Stjórnin 
 

bottom of page