top of page

Með kveðju frá Edith Gunnarsdóttir jógakennara

Með kveðju frá Edith Gunnarsdóttir jógakennara

Öndunaræfingar.

Sitali öndun:

Anda inn í gegnum nefið og út í gegnum munninn. Þessi öndun kælir og róar taugakerfið. Gott að gera í 3 mín.

Öndun með vinstri eða hægri nös:

Vinstri nasar öndunaræfing.Lokum fyrir hægri nösina með þumalfingrinum og öndum inn og út um vinstri nösina. Þessi öndun hægir á líkamasstarfseminni. Gott að gera í 1-3 mín.

Hægri nasar öndunaræfing. Lokum fyrir vinstri nösina með þumalfingrinum og öndum inn og út um hægri nösina. Þessi öndun eykur líkamsstarfsemina og eykur orku. Gott að gera í 1-3 mín

Gott að sofa á hægri hliðinni, því þá hægist á líkamsstarfseminni. Nema að við séum nýbúin að borða þá er betra að sofa á vinstri hliðinni útaf meltingarfærunum.

Gott að gera vinstri nasar öndunaræfingu áður en maður fer að sofa.

Öndun yfir daginn:

Taka þrjá dúpa andardrætti nokkrum sinnum yfir daginn. Gott að setja minnismiða til minna sig á djúpa öndun yfir daginn.

Teygjur:

Sitja á stól og byrja að rúlla höfðinu, hægra eyra að hægri öxl og rúlla fram og anda að. Þegar vinstra eyra kemur að vinstri öxl, rúlla aftur og anda frá. Gott að gera í 1x mín réttsælis og 1x mín rangsælis.

Sitja á stól, anda inn og horfa til vinstri og anda frá og horfa til hægri. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól og anda að og lyfta öxlum upp að eyrum, anda frá og láta þær falla niður. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól og byrja að rúlla öxlunum fram í hringi. Gott að gera í 1x mín. Rúlla öxlunum aftur í hringi. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól, setja hendur á læri, anda að og spenna bringuna fram, anda frá og setja bakið aftur í krippu. Góð upphitun fyrir bakið, gott að gera í 1 mín.

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page