Sundleikfimi

Sundleikfimi


Sæl öll

Fengum langþráð símtal í gær frá starfsmanni sundlaugar Sjálfsbjargar í Hátúni 12.

Þar hefur verið samþykkt að heimilt verði að nota súrefni í lauginni.

Þetta eu miklar gleðifréttir fyrir okkur.

Súrefnisþegar verða sjálfir að koma með sína kúta og langa slöngu.

Þetta gildir um skipulagða þjálfun í hóp eða einstaklingar geta farið sjálfir í laugina og gert sínar æfingar.

Ef þarf að hafa með sér aðstoðarmann þarf sá að vera af sama kyni.

Það eru einhverjir hópar að æfa þar undir leiðsögn sjúkraþjálfara og okkur skildist að einhver pláss væru laus.

Opnunartímar fyrir einstaklinga til að koma sjálfir og gera sínar æfingar án sjúkraþjálfara eru.


Mánudagar 8.30-12

 

Þriðjudagar 8.30-12

 

Miðvikudagar 8.30-14

 

Fimmtudagar 8.30-12

 

Föstudagar 8.30-11

 

Svo vonum við að fleiri sundlaugar fylgi í kjölfarið.

 

Kveðja stjórnin

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Skrifstofan okkar er opin samkvæmt samkomulagi, hafið samband í tölvupósti eða síma.

 

 

SAMTÖK LUNGNASJÚKLINGA

Síðumúli 6

2. hæð 

108 Reykjavík 

Kennitala: 670697-2079

Lyfta í húsinu​.

HAFA SAMBAND

            560-4812

 

Við svörum í símann alla daga

             

              lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon