Vetrarstarf 2019 - 2020
Vetrarstarf 2019 - 2020
2. september - Þorbjörg Sóley Ingadóttir lungnahjúkrunarfræðingur kemur og kynnir fyrir
okkur A3 göngudeild lungnasjúklinga.
7. október - Hildur Birna og María Guðmundsdóttir uppistandarar úr hópnum Bara Góðar
koma og skemmta okkur.
4. nóvember - Telma Rún Rúnarsdóttir næringarfræðingur kemur og ræðir um næringu og
vítamín fyrir lungnasjúklinga.
4. desember - Jólabingó með Hjartaheill í Síðumúlanum kl. 19.30
13. janúar - Bryndís H. Sigurðardóttir lungnasjúklingur segir okkur reynslusögu sína að
leiðinni til betra lífs með hreyfingu.
3. febrúar - Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi fræðir okkur um ýmiss réttindi.
2. mars - Svavar Knútur söngvaskáld kemur til okkar og skemmtir okkur.
6. apríl - Grillvagninn mætir á svæðið með gómsætan mat.
11. maí - Höldum við aðalfund Samtaka lungnasjúklinga.
Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum okkar og eru þeim að kostnaðarlausu. Fundirnir byrja alltaf kl. 16 og byrjum við á því að fá okkur góðar veitingar og spjalla saman og tökum jafnvel upp munnhörpurnar. Fyrirlestrarnir byrja svo um kl. 17. Athugið að jólabingóið byrjar kl. 19:30
Fundirnir okkar eru haldnir í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð og það er lyfta í húsinu.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest.