top of page

Orkusparandi ráð!

Iðjuþjálfararnir Erla Alfreðsdóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir á lungnasviði Reykjalundur tóku saman nokkur heilræði varðandi orkusparandi vinnubrögð árið 2022 sem hér eru birt með leyfi þeirra.

Dreifðu

verkefnum!

Gott er að dreifa verkefnum jafnt yfir vikuna og deila álaginu með því að skipta verkefnum hvers dags niður í léttari og erfiðari verk.

Veldu tíma!

Nýttu þann tíma sem þú ert best upplögð/lagður til að gera þyngstu verkin

Ekki

ofkeyra þig!

Þegar þú átt góðan dag, skaltu ekki vinna upp öll verkin sem þú átt eftir. Það skilar
sér oft í meiri þreytu næsta dag

Deildur

deildu, deildu!

Deildu út verkefnum til annarra á heimilinu ef hægt er

Engan asa!

Hæfilegur vinnuhraði getur haft mikil áhrif á framkvæmd daglegra verka.
Með því að byrja rólega og taka hvíld inn á milli er hægt að endast lengur við
verkið

Njóttu!

Það er orkugefandi að gefa sér tíma fyrir athafnir sem eru ánægjulegar

Beittu réttum

vinnubrögðum!

Hugaðu að vinnustellingu og líkamsbeitingu til að spara orku. Verk sem krefjast þess að verið sé bera, lyfta, teygja sig og beygja eru orkufrekari

Skipulegðu!

Skipuleggðu vinnusvæði þitt þannig að það sem þú notar mest sé innan
seilingar og í þægilegri hæð

Skipulegðu

betur!

Taktu fram allt sem þú þarft að nota áður en þú byrjar á verki

Sparaðu orku!

Það er auðveldara að ýta hlutum en draga þá

Sittu!

Sittu við verkið ef þú átt þess kost. Talið er að með því að sitja við verk í stað
þess að standa sé hægt að spara orkueyðslu um 25%

Vertu klár!

Nýttu þér hjálpartæki til að takmarka mæði og áreynslu við daglega iðju, t.d. griptöng, sokkaífæru, vinnustól, sturtustól, stama mottu í sturtuna, handföng og áhöld með löngu skafti til að takmarka stórar handahreyfingar

Ofreyndu þig 

ekki!

Ef þú þreytist við að nota handleggi t.d. við snyrtingu getur verið gott að hvíla olnboga á vaskinum/vaskaborðinu eða styðja með annarri hendi undir olnbogann á hinni

Notaðu verkfæri

Notaðu rafmagnstæki til að spara orku eins og tannbursta, rakvél og önnur áhöld

Nýttu flutningatæki!

Notaðu hjólaborð til að flytja hluti milli staða eða innkaupatösku á hjólum

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page