top of page
Samtök lungnasjúklinga gáfu Reykjalundi gjöf
Samtök lungnasjúklinga gáfu Reykjalundi gjöf
Samtök lungnasjúklinga gáfu Reykjalundi á dögunum tækið Vyntus Walk frá Care Fusion og er Fastus söluaðili tækisins á Íslandi.
Þetta er þráðlaust tæki sem gefur möguleika á stöðugri mælingu á púls- og súrefnismettun í sex mínútna gönguprófi. Áður fengust þessi gildi aðeins við upphaf og lok gönguprófs og gefur tækið því meiri og betri upplýsingar úr prófinu.
Afhending tækisins fór fram föstudaginn 10.mars og veitti Arna E. Karlsdóttir deildarstóri á hjarta og lungnarannsóknarstofu Reykjalundar tækinu móttöku.
bottom of page