Styrkleiki
- andrjesgudmundsson
- Oct 27
- 1 min read
Updated: Oct 29
Getur jákvæð sálfræði orðið að súrefni?

Mette Pedersen mun, með hjálp hugtaka úr jákvæðri sálfræði, varpa ljósi á möguleika til að finna taktinn í daglegu lífi – jafnvel þegar súrefnið er af skornum skammti.
Hún mun ræða hvort og hvernig við getum eflt seiglu, lífsgleði og jafnvægi í lífinu – þegar álagið er mest – og hvernig við getum styrkt innri kraft okkar til að takast á við álag og breytingar.
Mette Pedersen hefur unnið á bráðamóttöku Landspítalans, bæði á Hringbraut og í Fossvogi, í fjöldamörg ár. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið, bæði innan og utan Landspítalans, þar sem hún m.a. fjallar um hvernig nýta má jákvæða sálfræði og styrkleikanotkun til að auka gleði og lífsorku.Mette er bráðahjúkrunarfræðingur og faghandleiðari. Hún hefur lokið diplómu í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, jákvæðri sálfræði og handleiðslu.
Fundurinn verður haldinn í Lindakirkju, Uppsölum 3 í Kópavogi kl. 17:00




Comments