Ef þú vilt svar við þessari spurningu ýttu þá á takkann -------------------->

OPNUNARTÍMI
SKRIFSTOFU
ALLA MÁNUDAGA 
12 - 15

Mánudagsfundi frestað.

Vegna ófærðar og veðurspár höfum við áhveðið að fella niður félagsfundinn sem átti að vera i dag kl 16. Skynsemin segir að betra sé að halda sig heima.

Félagsfundur mánudaginn 13. janúar 2020

Félagsfundur mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 16:00-18:00

Gleðilegt nýtt ár öllsömul.

Þá er komið að fyrsta félgasfundi, á nýju ári, mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 16:00 -18:00. í SÍBS húsinu Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu.

Breyting frá áður auglýstri dagskrá.  Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi mætir og fræðir okkur um ýmis réttindi varðandi Sjúkratryggingar og Tryggingarstofnun. Og mun fyrirlesturinn hefjast kl. 17:00, en byrjum með spjalli og kaffi og með því kl. 16:00.

 

Vonum að sjá ykkur sem flest.

Vísur

Okkur bárust þessar flottu vísur og urðum bara að deila þeim.

Hafið það gott um áramótin og sjáumst hress á nýju ári.

Eftir 1 fund minn hjá Lungnasamtökunum 4 nóv 2019

1.

 

Mikið ég átti góða stund

Á fyrsta fundi mínum

Vissi að þetta létti lund

Því gleði oft við tínum

 

2.

Kvöldstund samtakanna 4 des 2019

Hér ég komin er og co

Því flest við förum saman

Hér við spilum jólabingó

Og höfum að því gaman

3.

Eftir jólabingó 2019

Í samtökum þessum mjög gott er

Þar vinir koma saman

Ég seiji bara eins og er

Þar er gleði,glens og gaman

4.

Að vísum gaman þykir mér

Þá oft ég nyður pári

Góðir vinir aftur hér

Saman á nýju ári

M.B.E

Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna.

Félag íslenskra lungnalækna hvetur landsmenn til að sýna einstaklingum með lungnasjúkdóma tillitssemi um áramót. Mengun frá flugeldum getur valdið öndunarfæraeinkennum hjá einstaklingum sem eru viðkvæmir í öndunarfærum s.s. hósta, mæði og andþyngslum og skerðir lífsgæði þeirra og möguleika til að taka þátt í áramótagleði.

Hvað getur fólk gert?

1.Dregið úr magni flugelda sem skotið er upp og valið aðra möguleika s.s. rótarskot í stað flugelda.

2. Forðast að skjóta upp flugeldum í íbúðahverfum.

3. Notað opin afmörkuð svæði til að skjóta upp flugeldum.

4. Forðast stórar tertur og önnur skotfæri sem valda mikilli mengun við jörð

Hvað getur fólk með lungnasjúkdóma gert?

1. Haft glugga og hurðir lokaðar svo mengun berist ekki inn.

2. Sett rök handklæði við opnanlega glugga og hurðir. Hækka hitastig inni. Þetta dregur úr líkum á að mengun berist inn

3. Leitað ráða á heilsugæslu um lyfjanotkun og haft innöndunarlyf við hendina

  

Hvað geta sveitarfélög gert?

1. Hvatt einstaklinga til að skjóta ekki upp flugeldum í íbúðahverfum

2. Boðið upp á afmörkuð svæði til að skjóta upp flugeldum

Jólakveðja

Stjórn Samtaka lungnasjúklinga óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og velunnurum samtakanna gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Kærar þakkir fyrir góðar samverustundir og stuðninginn á árinu.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á nýju ári í félagstarfinu með okkur.

Næring einstaklinga með lungnasjúkdóm.

Hérna er linkurinn frá Guðrúnu Jónu næringafræðingi. 

Smellið á myndina.

Aukning á ferðasúrefnissíum.

Vorum á blaðamannafundi hjá heilbrigðisráðherra í dag, og erum með þær gleðifréttir að auka á ferðasúrefnissíum fyrir allt að 250 manns á næsta ári.

Við hófum baráttuna á málþingi í maí 2017 þá með 70 síur í dag eru þær 120, þannig að þetta eru góðar fréttir fyrir okkur.

Súrefnissíur

​Vorum beðin um að auglýsa þessar súrefnissíur til sölu, allar frekari upplýsingar gefur Embla í síma 778 0532.

Jólabingó Samtaka lungnasjúklinga og Hjartaheilla

Jólabingó verður haldið miðvikudaginn 4.desember kl 19:30. Bingóið verður haldið í SÍBS húsinu Síðumúla 6 á annari hæð og það er að sjálfsögðu lyfta í húsinu.

Allir fá eitt frítt bingóspjald, á meðan byrgðir endast og það er fullt af flottum vinningum.

Boðið verður upp á jólaöl/ kaffi og smákökur í hálfleik.

Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomin.

Hlökkum til að sjá ykkur.

ELF/ERS ráðstefna

​Aldís Jónsdottir formaður Samtaka lungnasjúklinga og Dóra Lúðviksdóttir lungnalæknir við bás sem lungnasamtökin voru með á ELF/ERS ráðstefnunni í Madrid, sem haldin var í september síðastliðnum.

Félagsfundur mánudaginn 4. nóvember 2019

Þá er komið að næsta félgasfundi, mánudaginn 4 nóvember kl.16:00 -18:00

Fyrirlesari að þessu sinni er Thelma Rún Rúnarsdóttir næringarfræðingur og ræðir um næringu og vítamín fyrir lungnasjúklinga.

Fundinum verður streymt í gegnum facebooksíðu samtakanna.

Það er möguleiki að senda fyrirspurn í gegnum messenger. Streymið byrjar kl. 17.00

Veitingar verða frá kl 16:00.

Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu.

Vonum að sjá ykkur sem flest.

Félagsfundur mánudaginn 7. október 2019

Jæja nú er komið að næsta félagsfundi, mánudaginn 7 október kl. 16-18.

Byrjum kl. 16:00 með því að skrafa saman og fá okkur kaffi og með því.

Um kl. 17:00, þá koma þær Hildur Birna og María Guðmundsdóttir uppistandarar út hópnum Bara Góðar og skemmta okkur 

Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu

Það kostar ekkert að koma til okkar á fundi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Munið jafnvel eftir grípa með ykkur munnhörpurnar.

 

Kveðja stjórnin.

Vetrarstarf 2019 - 2020

2. september    - Þorbjörg Sóley Ingadóttir lungnahjúkrunarfræðingur kemur og kynnir fyrir

                              okkur  A3 göngudeild lungnasjúklinga.

7. október         - Hildur Birna og María Guðmundsdóttir uppistandarar úr hópnum Bara Góðar

                              koma og skemmta okkur.

4. nóvember     - Telma Rún Rúnarsdóttir næringarfræðingur kemur og ræðir um næringu og

                              vítamín fyrir lungnasjúklinga.

4. desember      - Jólabingó með Hjartaheill í Síðumúlanum kl. 19.30

13. janúar          - Bryndís H. Sigurðardóttir lungnasjúklingur segir okkur reynslusögu sína að

                               leiðinni til betra lífs með hreyfingu.

3. febrúar           - Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi fræðir okkur um ýmiss réttindi.

2. mars               - Svavar Knútur söngvaskáld kemur til okkar og skemmtir okkur.

6. apríl                - Grillvagninn mætir á svæðið með gómsætan mat.

11. maí               - Höldum við aðalfund Samtaka lungnasjúklinga.

Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum okkar og eru þeim að kostnaðarlausu. Fundirnir byrja alltaf kl. 16 og byrjum við á því að fá okkur góðar veitingar og spjalla saman og tökum jafnvel upp munnhörpurnar. Fyrirlestrarnir byrja svo um kl. 17. Athugið að jólabingóið byrjar kl. 19:30 

Fundirnir okkar eru haldnir í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð og það er lyfta í húsinu.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

Félagsfundur 2.september

Félagsfundur mánudaginn 2. september 2019 kl. 16:00-18:00

 

Sælt verið fólkið!

 

Þá erum við hjá Samtökum lungnasjúklinga mætt aftur til leiks og ætlum að hafa fyrsta félagsfund vetrarins mánudaginn 2. september kl. 16-18.

 

Byrjum kl. 16:00 með því að skrafa saman og fá okkur kaffi og með því.

Um kl. 17:00 kemur til okkar, Þorbjörg Sóley Ingadóttir lungnahjúkrunarfræðingur og kynnir fyrir okkur starfsemi A-3 Göngudeild lungnasjúklinga.

 

Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu  Það kostar ekkert að koma til okkar á fundi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

 

Munið eftir grípa með ykkur munnhörpurnar. 

Kveðja stjórnin.

Maraþon

Takk takk! Kæru hlauparar sem hlupuð fyrir samtökin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

Og innilegar þakkir til allra þeirra sem hétu á þessa frábæru hlaupara.

Við erum ótrúlega þakklát.

Heimsleikar líffæraþega

WTG 2019 - Heimsleikar líffæraþega fóru fram í Newcastle Gateshead í Englandi í vikunni.

Héðan frá Íslandi fóru tveir keppendur þeir Hjörtur Lárus Harðarson lungnaþegi og Kjartan Birgisson hjartaþegi. Kepptu þeir báðir í golfi, bæði í einstaklings og liðakeppni.

Þeir stóðu sig mjög vel. Og voru verðugir fulltrúar okkar.

FIT & RUN

SÍBS Líf og heilsa, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélag Íslands og SÍBS Verslun taka þátt í Fit&Run opnunarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst 2019.

María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir lungna- og ofnæmislæknir verður hlaupurum til ráðgjafar föstudaginn 23. ágúst kl. 15:30-17:30.

Þar verður gestum boðið í ókeypis heilsufarsmælingu þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun ofl. auk þess sem fólki gefst kostur á að svara spurningavagni um áhrifaþætti heilsu og nálgast í framhaldi samanburðarniðurstöður á Heilsugátt SÍBS. Jafnframt verður boðið upp á fráblásturspróf og ráðgjöf til hlaupara m.a. varðandi einkenni áreynsluastma.

Við hvetjum alla til að nýta sér tækifærið og hlúa að eigin heilsu.

Maraþon

Nú er bara vika i Reykjavíkurmaraþonið.

Og þessir frábæru hlauparar ætla að leggja okkur lið og hlaupa fyrir okkur 🏃‍♀️🏃‍♂️

Við hvetjum ykkur til að heita á þá.

 

 Kveðja stjórninn

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/727/samtok-lungnasjuklinga

Maraþon

Nú fer að styttast í Reykjavíkurmaraþonið en það fer fram 24 ágúst. Við hjá Samtökum lungnasjúklinga ætlum að gefa hlaupurunum okkar boli og buff.

Við verðum með á stórsýningunni Fit & Run sem fer fram i Laugardalshöllinni 22 og 23 ágúst.

Við værum alveg til í að sjá fleiri hlaupara hlaupa fyrir okkur 🏃‍♂️🏃‍♀️.

Við bendum á að það má alveg heita á þessa frábæru hlaupara sem eru að hlaupa fyrir samtökin.

Kveðja stjórninn

​https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/727/samtok-lungnasjuklinga

Tilkynning

Okkur er sönn ánægja að tilkynna félagsmönnum okkar að Icelandair hefur ákveðið að veita Samtökum lungnasjúklinga árlegan styrk.

Hefur stjórn SLS ákveðið að nýta styrkinn til að niðurgreiða súrefniskaup um borð í flugvélum Icelandair.

Er það ætlað félagsmönnum sem þurfa á súrefnisgjöf að halda í flugi.

 

Nánari upplýsingar í síma 560 4812

Reykjavíkurmaraþon

Viljum minna alla þá sem ætla að taka þátt í Reykjavikurmaraþoninu að hægt er að hlaupa fyrir Samtök lungnasjúklinga.

Við erum þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum.

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/727/samtok-lungnasjuklinga

Stjórn Samtaka lungnasjúklinga starfsárið 2019 - 2020

Axel Bryde, Eyjólfur Guðmundsson, Guðjón Hilmarsson, Gunnhildur Hlöðversdóttir, Aldís Jónsdóttir formaður, Ólöf Sigurjónsdóttir, og Kristin Eiríksdóttir varaformaður..

Heimsókn Elizu Reid forsetafrúar.

Á síðasta félagsfundi vetrarins sem haldin var þann 6. maí síðasliðin kom Eliza Reid forsetafrú í heimsókn, en Samtökin voru þau fyrstu sem hún gerðist verndari fyrir eftir að hún tók við embætti.

Frú Eliza sagði frá sjálfri sér (í léttum dúr), formaður sagði stuttlega frá starfi félagsins og opnaði síðan fyrir spurningar úr sal.

Skiptst var á skoðunum bæði varðandi lungnasjúkdóma og einnig almennt um lífið og tilveruna.

Að lokum gaf félagið frú Elizu bókina Sögustaðir- í fótspor W. G. Collingwoods.

Höfðu félagar orð á, eftir fundinn, að þetta hafi verið mjög gefandi stund og mikil ánægja með heimsókn frú Elizu Reid.

Aðalfundur mánudaginn 13 maí.

Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn mánudaginn 13. maí kl 17:00

í SÍBS húsinu að Síðumúla 6.

Dagsskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum samtakanna. Önnur mál

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórnin.

Mánudagarnir 6. maí og 13. maí 2019

Nú tók stjórnin u beygju, síðasti fundur var ekki síðasti félagsfundur.  Hann var 1. apríl fundur.

 

Mánudaginn 6. maí 2019 kl. 16:00 -18:00

 

Þá kemur verndari samtakanna, Frú Eliza Reid forsetafrú á félagsfund sem verður síðasti félagsfundur þessa vetrar.

 

Höfum notalega stund, kaffi og með því og höfum gaman. Munið eftir munnhörpunum.

 

Mánudagurinn 13. maí 2019 kl. 17:00

Verður aðalfundur samtakanna.

 

Hefðbundinn aðalfundur.

Kaffiveitingar á eftir.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest. í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annarri hæð.

Lyfta er í húsinu

 

kveðja,

Stjórnin. 

Félagsfundur mánudaginn 1. apríl

Þá er komið að næsta félagsfundi, mánudaginn 1. apríl 2019 kl. 16:00 -18:00 í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annarri hæð. Lyfta er í húsinu.

 

Grillvagninn ætlar að koma að grilla fyrir okkur hamborgara og svo verður einhver gómsætur eftirréttur.

Við munum spjalla um liðinn vetur og vetrarstarfið næsta vetur og hafa gaman.

Þetta verður sem sagt síðasti fundurinn okkar þennan vetur fyrir utan lögbundinn aðalfund í maí, sem verður auglýstur síðar.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

PS. þetta er ekki apríl gabb eða til að fá ykkur yfir þröskuldinn !

Reykjavíkurmaraþon.

Fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar viljum við minna á að það er hægt að skrá sig sem styrktaraðila Samtaka lungnasjúklinga.

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/727/samtok-lungnasjuklinga

Félagsfundur mánudaginn 4. mars 2019 kl. 16:00-18:00

Þá er komið að næsta félagsfundi, mánudaginn 4. mars 2019 kl. 16:.00 -18:00 í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annarri hæð. Lyfta er í húsinu

Byrjum kl. 16:00 með því að fá okkur kaffi og með því og jafnvel að blása í munnhörpunar saman.

 

Kl.17:00 mætir Heiðbjört Tíbrá sjúkraþjálfari, kynnir hugmyndarfræði þar sem áhersla er lögð á að hreyfa bandvefi með rólegum teygjum.

Munið eftir að grípa með ykkur munnhörpurnar.

Fundinum verður streymt.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél.

Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90 % súrefni.

Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl.

Ný yfirfarin af Donna ehf.

Verð kr. 295.000,-

upplýsingar í síma 567-4023 eða 699-7734

Sólveig Jóna

Félagsfundur mánudaginn 4. febrúar 2019.

 Þá er komið að næsta félgasfundi, mánudaginn 4. febrúar 2019 kl. 16:.00 -18:00 í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu.

Byrjum kl. 16:00 með því að fá okkur kaffi og með því og jafnvel að blása í munnhörpunar saman.

Kl.17:00 mætir Sóli Hólm uppistandari og skemmtir okkur.

Munið eftir grípa með ykkur munnhörpurnar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Félagsfundur mánudaginn 7. janúar 2019

Gleðilegt nýtt ár öllsömul.

Næsti félagsfundur verður mánudaginn þann 7 janúar 2019.

Byrjum kl. 16:00 með því að fá okkur kaffi og með því og jafnvel að blása í munnhörpuna.

Kl. 17:00 verður Ólafur Baldursson lungnalæknir með fróðleiksmola. Stefnum á að streyma fundinum á facebook síðu samtakanna.

Eins og flestir vita erum við staðsett í Síðumúla 6 á efri hæð og það er lyfta í húsinu.

Það kostar ekkert að koma til okkar á opið hús og oft er mikið fjör hjá okkur. Hvetjum alla félagsmenn að mæta og eiga notalega stund í góðum félagskap.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Lungun þín og áramótin.

Eftir Gunnar Guðmundsson: 

   Nú líður senn að áramótum þar sem um 600 tonn af flugeldum verða sprengd í loft upp með tilheyrandi loftmengun. Svifryk sem myndast við þetta berst ofan í öndunarfærin og veldur óþægindum og skertum lífsgæðum hjá lungnasjúklingum jafnt sem heilbrigðu fólki. Mörgum líður því mjög illa um áramót og kvíða þeim mjög. Hægt er að gefa eftirfarandi ráðleggingar fyrir þá sem viðkvæmir eru:

   1. Halda sig innandyra á áramótum og dagana þar í kring og hafa glugga lokaða. Hægt er að þétta glugga og hurðir með rökum handklæðum.

   2. Eiga nægar birgðir af lungnalyfjum og kanna í tíma að endurnýja þau fyrir áramótin.

   3. Ef vart verður mikilla einkenna ætti að grípa til stuttvirkra berkjuvíkkandi lyfja eins og Ventolin eða Bricanyl og nota nokkrum sinnum á dag ef að á þarf að halda. Aðra lyfjameðferð við öndunarfærasjúkdómum gæti hugsanlega þurft að auka tímabundið í samráðivið lækni.

   4. Ef óþægindin eru mjög mikil er opið á bráðadeild Landspítalans allan sólarhringinn og allir velkomnir þangað að fá aðstoð ef á þarf að halda. Ég vona að íslensk þjóð sýni lungnasjúklingum skilning varðandi flugeldamengun um áramót og gæti hófs. Allir eiga sama rétt á að vera á ferðinni um áramótin.

Ég vona að íslensk þjóð sýni lungnasjúklingum skilning varðandi flugeldamengun um áramót og gæti hófs."

Höfundur er lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands.

Jólakveðja

Samtök lungnasjúklinga óska félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Kærar þakkir fyrir góðar samverustundir og stuðninginn á árinu.

Óhófleg notkun fludelda skaðleg heilsu.

Óhófleg óstýrð notkun Íslendinga á flugeldum leiðir til alvarlegrar fyrirsjáanlegar mengunar sem hefur áhrif á heilsu og vellíðan lungnasjúklinga sem eru allt að 5-10% landsmanna og eru í þeim hópi bæði börn og fullorðnir.“ Þetta segja þrír háskólakennarar í bréfi sem birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins. Í bréfinu er rakið hvernig staðið hefur verið að notkun flugelda hér á landi á undanförnum árum og hver áhrifin hafa verið á andrúmsloftið og heilsu fólks. Bréfritarar eru Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, og Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði.

Gríðarleg loftmengun.

 

Á fyrri hluta þessa árs var mjög fjallað um þá miklu loftmengun sem lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið um síðastliðin áramót. Sýndu niðurstöður rannsókna m.a. að svifryk hefði mælst afar hátt um áramótin og var stór hluti þess mjög fínn, það var málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og klórríkt. . Slík mengun er afar varasöm fólki.  Í viðtali við Morgunblaðið í apríl síðastliðnum sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mengunina áhyggjuefni og ekki ásættanlega. „Við verðum vitanlega að bregðast við,“ sagði ráðherrann í áðurnefndu viðtali. Ekki er þó að sjá að neitt hafi verið aðhafst í málinu á þeim tíma sem liðinn er. Engin breyting hefur verið gerð á reglugerð um skotelda og innflutningur þeirra og sala verður því með hefðbundnu sniði nú fyrir áramótin.

Morgunblaðið reyndi án árangurs að ná tali af umhverfisráðherra.

Leiðir til að takmarka.

Í bréfi þremenninganna er rætt um mögulegar leiðir til að takmarka skaðleg áhrif flugeldanotkunar. Bréfritarar segja að hægt væri að setja markmið um hversu mikið af flugeldum megi flytja inn á hverju ári. Ef horft sé til síðastliðinna 15 áramóta hafi svifryksmengun farið yfir heilsuverndarmörk annað hvert ár. Þeir segja að ef innflutningurinn helmingaðist myndi svifryksmengun sjaldnar fara yfir heilsuverndarmörk. Til að tryggja að staðið sé við heilsuverndarmörk þyrfti hins vegar að minnka magn innfluttra flugelda áttfalt. Hægt væri að banna auglýsingar líkt og gert er með áfengi og tóbak. Einnig mætti minnka vöruframboð og hætta alveg með þá flugelda sem menga mest við jörðu. Að auki mætti íhuga skilagjald fyrir umbúðir af flugeldum til að minnka flugeldaúrgang í nágrenninu. Nýleg erlend rannsókn gefi hins vegar til kynna að meiri árangur náist í loftgæðum þar sem almenn notkun flugelda sé bönnuð.  Bréfritarar segja mikilvægt að halda í hátíðarstemmningu um áramót og því gætu sveitarfélög verið með skipulagðar sýningar, eins og ljósasýningar í bland við tónlist. Það hafi t.d. gefist vel í Hong Kong. Þeir benda á að skoðanakönnun sýni að 27% Íslendinga styðji bann við almennri notkun flugelda, 80% landsmanna finnist gaman að horfa á flugelda en aðeins 45% finnist gaman að skjóta þeim upp. Flugeldasýningar á vegum opinberra aðila myndu því þjóna meirihluta

þjóðarinnar.

Guðmundur Magnússon.

gudmundur@mbl.is.

Þarf ekki að vera svona.

  „Það er ekkert náttúrulögmál að þetta þurfi að vera svona,“ segir Gunnar Guðmundsson lungnalæknir um flugeldamengunina um hver áramót. Honum finnst miður að í byrjun hvers árs sé talað um málið og kvartað en síðan ekkert aðhafst. Hann bendir á að þjóðin hafi rokið upp á dögunum hneyksluð vegna ummæla þingmanna sem særðu minnihlutahópa. „En það er ekkert gert þegar annar minnihlutahópur, lungnasjúklingar, eru særðir, ekki með orðum heldur líkamlega með svifryksmengun.“ Með bréfinu í Læknablaðinu sé verið að taka til varna fyrir þetta fólk og benda á leiðir sem hægt er að fara í stað þess að hver og einn landsmaður skjóti upp sínum flugeldum og mengi umhverfi og andrúmsloft.

Jólabingó Samtaka lungnasjúklinga og Hjartaheilla.

 

Jólabingó verður haldið miðvikudaginn 5. desember kl 19:30

Bingóið verður haldið í SÍBS húsinu á annarri hæð og það er að sjálfsögðu lyfta í húsinu.

Allir fá eitt frítt bingóspjald og það er fullt af flottum vinningum.

Boðið verður upp á jólaöl og smákökur í hálfleik.

Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomin.

Hlökkum til að sjá ykkur

Samtök Lungnasjúklinga

Vetrarstarf Samtaka lungnasjúklinga 2018-2019

 3. september      - Spjall og veitingar.

 1. október           - Parísafarar kynntu ráðstefnuferðina.

 5. nóvember       - Edith Gunnarsdóttir yogakennari mætir og kennir okkur öndun og slökun.

 5. desember       - Jólabingó með Hjartaheill í Síðumúlanum kl 19:30.

 7. janúar              - Ólafur Baldursson lungnalæknir kemur í heimsókn.

 4. febrúar            -Sóli Hólm uppistandari kemur og skemmtir okkur.

 4. mars                - Heiðbjört Tíbrá sjúkraþjálfari kynnir hugmyndafræði þar sem  áhersla

                                er lögð á að hreyfa bandvefi með rólegum teyjum.     

 1. apríl                  - Grillvagninn mætir á svæðið með gómsætan mat.

  Í mai                    -  Höldum við aðalfund Samtaka lungnasjúklinga.

 

Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum okkar og eru þeim að kostnaðarlausu.

 

Fundirnir byrja alltaf kl.16 og byrjum við á því að fá okkur góðar veitingar og spjalla saman og tökum jafnvel upp munnhörpurnar. Fyrirlestrarnir byrja svo um kl. 17.  Athugið að jólabingóið byrjar kl 19:30.

 

Fundirnir okkar eru haldnir í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð og það er lyfta í húsinu.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest!

Með kveðju frá Edith Gunnarsdóttir jógakennara

Öndunaræfingar.

Sitali öndun:

Anda inn í gegnum nefið og út í gegnum munninn. Þessi öndun kælir og róar taugakerfið. Gott að gera í 3 mín.

Öndun með vinstri eða hægri nös:

Vinstri nasar öndunaræfing.Lokum fyrir hægri nösina með þumalfingrinum og öndum inn og út um vinstri nösina. Þessi öndun hægir á líkamasstarfseminni. Gott að gera í 1-3 mín.

Hægri nasar öndunaræfing. Lokum fyrir vinstri nösina með þumalfingrinum og öndum inn og út um hægri nösina. Þessi öndun eykur líkamsstarfsemina og eykur orku. Gott að gera í 1-3 mín

Gott að sofa á hægri hliðinni, því þá hægist á líkamsstarfseminni. Nema að við séum nýbúin að borða þá er betra að sofa á vinstri hliðinni útaf meltingarfærunum.

Gott að gera vinstri nasar öndunaræfingu áður en maður fer að sofa.

Öndun yfir daginn:

Taka þrjá dúpa andardrætti nokkrum sinnum yfir daginn. Gott að setja minnismiða til minna sig á djúpa öndun yfir daginn.

Teygjur:

Sitja á stól og byrja að rúlla höfðinu, hægra eyra að hægri öxl og rúlla fram og anda að. Þegar vinstra eyra kemur að vinstri öxl, rúlla aftur og anda frá. Gott að gera í 1x mín réttsælis og 1x mín rangsælis.

Sitja á stól, anda inn og horfa til vinstri og anda frá og horfa til hægri. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól og anda að og lyfta öxlum upp að eyrum, anda frá og láta þær falla niður. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól og byrja að rúlla öxlunum fram í hringi. Gott að gera í 1x mín. Rúlla öxlunum aftur í hringi. Gott að gera í 1x mín.

Sitja á stól, setja hendur á læri, anda að og spenna bringuna fram, anda frá og setja bakið aftur í krippu. Góð upphitun fyrir bakið, gott að gera í 1 mín.

Félagsfundur mánudaginn 5. nóvember 2018 kl. 16:00-18:0

Þá er komið að næsta félgasfundi,mánudaginn 5 nóvember kl. 16:.00 -18:00
í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu

Fyrirlesari að þessu sinni er Edith Gunnarsdóttir jógakennari og sálfræðingur og kennir hún okkur öndun og slökun.

Nýnæmi
Núna munum við streyma fræðslu Edithar í gegnum Facebook og er reiknað með að hún byrji kl. 16:50.
Það er möguleiki að senda fyrirspurn í gegnum messenger á síðu Samtakanna.

Munið eftir að grípa með ykkur munnhörpurnar.
Vonum að sjá ykkur sem flest.
kveðja,
Stjórnin....

Félagsfundur mánudaginn 1. október

Samtök lungnasjúklinga.

Heil og sæl öll.

Næsti félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn mánudaginn 1. október 2018 kl. 16:00 til 18:00. Takið daginn frá.  Parísarfararnirarnir, Kjartan, Guðlaug og Axel segja frá ferðinni, félagsmönnum til gamans og fróðleiks.  Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6, annari hæð og það er lyfta í húsinu.  Kaffi og eitthvað gott með því. Vonumst til að sjá sem flesta.  Kveðja, stjórnin.

Félagsfundur mánudaginn 3. september frá 16:00 til 18:00

Sæl verið fólkið,

Þá erum við hjá Samtökum lungnasjúklinga mætt aftur til leiks og ætlum að hafa fyrsta félagsfund vetrarins mánudaginn 3. september kl. 16:00 til 18:00. Takið daginn frá.

Okkur langar að heyra í félagsmönnum okkar eftir sumarið og ætlum að hafa opinn fund þar sem allir geta komið með hugmyndir og umfjöllun að vetrastarfi samtakana.

Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6, annari hæð og það er lyfta í húsinu.

Kaffi og eitthvað gott með því.
Vonumst til að sjá sem flesta

.

Kveðja,stjórnin.

Reykjavíkurmaraþon

Hérna linkur á þá sem ætla að hlaupa fyrir samtökin okkar.

..https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/522/samtok-lungnasjuklinga

Reykjavíkurmaraþon

Fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar minni ég á að það er hægt að skrá sig sem styrktaraðila Samtaka Lungnasjúklinga.
Vill minna alla þá sem ætla að taka þátt í Reykjavikurmaraþoninu að hægt er að hlaupa fyrir Samtök lungnasjúklinga.
Við erum þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum.
Vegalengdir í ár eru 600 metrar fyrir alla, ganga, hlaupa, aldur 2-99 ára síungt fólk
3km skemmtiskokk
10km hlaup/ganga tímataka
21km hálft marathon tímataka
42km heilt marathon tímataka

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/522/samtok-lungnasjuklinga

Súrefnisþegar athugið !

Sælir félagar. Ábending til súrefnisþega, sem eru á ferðalagi um landið okkar fallega, að ef súrefnistækið/ ferðasían bilar, þá er ekki hægt að fá súrefni nema frá Reykjavík sem getur tekið tíma. 
Öruggara að hafa með sér súrefniskút/kúta til öryggis. 
Með kveðju, Guðlaug

Sumarfrí

Nú eru Samtök lungnasjúklinga komin í sumarfrí. Við verðum í fríi fram á haust og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með ykkur þegar við komum saman aftur.

Takk fyrir frábæra samveru í vetur.

Stjórnin

Kæru Félagsmenn og vinir

Jarðaför Guðnýjar Lindu verður í Neskirkju í Vesturbænum föstudaginn 27. apríl klukkan 13:00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Samtök Lungnasjúklinga.

virðingarfyllst,
Stjórn Samtaka Lungnasjúklinga

Kæru félagsmenn

Kæru félagsmenn og vinir,

Við hörmum að tilkynna fráfall formanns Samtaka Lungnasjúklinga,
Guðnýjar Lindar Óladóttur.
Hún lést þann 17. apríl 2018, 
eftir stutt en erfið veikindi.

virðingarfyllst,
Stjórn Samtaka Lungnasjúklinga

Félagsfundur 9. apríl

Minni ykkur á fundinn á mánudaginn 9. apríl. Grillvagninn ætlar að koma og grilla fyrir okkur hamborgara og svo verður einhver gómsætur eftirréttur. Svo ætlum við að spjalla um liðin vetur og vetrarstarfið næsta vetur.

Þetta er sem sagt síðasti fundurinn okkar þennan veturinn fyrir utan nátturlega aðalfund sem verður auglýstur síðar.

Fundurinn byrjar að vanda kl 16 og er í SÍBS húsinu í Síðumúla 6.
Lyfta í húsinu. 

Hlökkum til að sjá ykkur!